Gleymdi að minnast á:
Svo er líka fólk sem kemur á þetta spjallborð með ansi asnaleg vandamál, eins og “Hvenær koma serverarnir aftur upp?”.
Þetta finnst mér bara pirrandi.
Ég meina, tvær heimasíður, gætu leyst nánast öll vandamál sem að fólk er að glíma við.
>> www.wow-europe.com/en/ <<
>> www.worldofwarcraft.com <<
Þetta eru tvær heimasíður sem að Blizzard er með, fyrri er tileinkuð heimsálfunni Evrópu, og hin Bandaríkjunum.
Ég hvet ykkur til að leita þangað með öll vandamál sem að þið kynnist. Og ef þið finnið ekki svarið við vandamálum eins og hvort serverarnir séu komnir upp þar, þá veit það enginn hérna.
Það sem að ég myndi vilja sja á þessu spjallborði eru gáfulegar umræður um leikinn, og hvernig á að spila hann, mismunandi classes og skemmtilegheit.
Svo ég hvet ykkur Hugaranna sem að koma hingað á þennan hluta vefsíðunnar huga.is að skrifa greinar um clössin sem þið spilið, posta myndbönd sem þið hafið búið til, fleira skemmtilegt sem að maður kynnist í þessum leik.