Mér finnst þetta mjög sniðug hugmynd um að stofna félag/klan, þó finnst mér óþarfi að halda lön, í fyrstalagi þá eru diablo2 spilararnir alveg út um allt landið og væri þá mjög erfitt að fá alla til að koma á lan, og ég tala ekki um það að finna nógu gott húsnæði.<br><br>En hins vegar væri sniðugt að hafa þetta bara á netinu, gera heimasíðu þar sem væri svona ranking system. Þar sem allir meðlimir væru skráðir. Allir myndu spila með realm character á battle.net og enginn myndi svindla né tradea við neinn nema þá sem eru innan clansins. Og svo myndi maður alltaf skrá á síðunni levelið á characternum manns og þá gæti maður séð hverjir væru efstir.<br><br>Ég var einu sinni í svona Diablo1 klani, og þá vorum við með okkar rás á b.net og svo alltaf þegar við ætluðum að spila, þá fórum við alltaf í leik með sama nafni&passwordi. Þannig að ef þú vildir spila, þá myndiru joina þennan leik og þá var alltaf einhver sem þú þekktir þarna til að spila með þér. Sem gerði þetta enn skemmtilegra.<br><br>Væri líka hægt að leyfa meðlimum að skora á dúel innan klansins, og skrá úrslitin á heimasíðunni. og jafnvel hafa liðsbardaga.. 2on2.. 4on4 væri stuð marr.<br><br><br>Anyway þetta eru bara mínar hugmyndir/skoðanir. Ignore this if you like.