Ok, woohoo! :D
Ég er með level 60 á RP server, og ég verð að segja að það er miklu betra heldur en serverinn sem ég var á í betuni (PvP).
Ég myndi ekki segja að ég væri týpan sem nennti að labba um í borgum og *gúlp*… gifta mig í leiknum.
Helsta ástæðan fyrir því að ég valdi RP server er meðal þroskastigið þar, sem er u.þ.b. 90% hærra en á PvP serverunum, ég er t.d. mjög sjaldan gankaður, þó að ég labbi um með /pvp á, alltaf.
En annars, þetta snýst aðallega um að láta eins og characterinn þinn myndi láta, þ.e.a.s. ef þú ert Paladin væri frekar asnalegt ef þú myndir stela námum (eða blómum) af öðrum, slást þar sem þú hefur augljósa yfirburði (3v1?), eða ef þú ert druid gætirðu t.d. haft það að reglu að drepa ekki aðra druida… o.s.frv…
Ég upplifi leikinn miklu betur á RP server, sérstaklega þar sem mér líður eins og ég sé í campaigni..