Kæru einstaklingar sem kjósa að tjá sig um hin ýmsu ágætu málefni á hugi.is.
Nú vil ég að þið takið vel eftir og lesið vandlega þau orð sem hér á eftir koma.
Til að byrja með langar mig að svara þeim sem skrifaði upprunalegu greinina. Hvað fær þig til þess að skrifa svona upp úr þurru. Þú ert ekki í guildinu, þannig að þú þarft ekki að lifa við að borga members fee sem þér finnst svo fáranlegt. Þú segist ekki vera fyrrverandi meðlimur RH, eins og sumir héldu vegna þess hversu mikið af óþarfa orðum þú eyddir í eitthvað sem snertir þig sama sem ekki neitt. Ef eina ástæðan fyrir þessum post er að ninja looters sem þú getur ekki nefnt og engin kannast við séu í RH þá gefur það þér valla ástæðu til að hrauna svona yfir RH, enda eru ninja looters út um allt í WoW. Ef upp kemst um ninja looter í RH þá er þeim aðila sparkað tafarlaust úr guildinu, en stjórnendur geta eðlilega ekki vitað af öllu sem gerist í leiknum og smá ráð til þín væri að láta leader-a vita af slíkum gjörðum eins og margir gera í stað þess að tjá þig á einhverjum post á huga. Tala nú ekki um í þínu tilfelli kæri uppstöggi greinarhöfundur sýnist mér þú vita ansi mikið um leaderinn og auma sverðið hans til þess að geta sent á hann wisper. Þetta fær mig til að hugsa hvað býr bak við þessa vonsku þína. Það er eflaust leyndarmál sem engin af okkur mun komast að. Lokaorð mín til þín eru að þetta er barnalegt af þér og óþarfi að grafa upp skít af óþörfu. Lífið er ekki sanngjarnt og það er óþarfi að væla eins og lítill krakki yfir því. Huggaðu þig við það að RH er ekki mamma þín og pabbi, leitaðu annað.
Varðandi skipulag RH, þá einkennist RH af lýðræði. Þetta kunna meðlimir RH svo sannarlega að meta og hafa þeir sýnt það í orðum og gjörðum. Mikil vinna er lögð í RH. Að nýðast á fólki og taka það fram sem eina af staðreyndum fyrir því að RH sökki að leaderinn sé með Thrash blade er högg fyrir neðan beltisstað og virkilega óþroskað. Leaderinn af RH er lýst sem afar gjafmildum og hjálpsömum einstakling sem setur þarfir annara á undan sínum eigin. Leaderinn hefur ekki farið í MC né Onyxiu þó hann sé búinn að vera á lvl 60 um óratíma því hann hefur ekki gefist upp sínum mönnum heldur stuðlað að því að hjálpa minni máttar að ná sér upp. Leaderinn gæti hæglega hafa gert það sama og svo margir aðrir lvl 60 gerðu þegar þeir vildu komast í MC og Onyxiu en voru ekki að sjá það gerist í guildinu sem þeir voru í, og yfirgefið guildið líkt og ‘snjall’ gerði í M.I.B til þess að fara í ‘all lvl 60’ guild og ná þá að farma alvöru hluti, en ekki húka ennþá með thrash blade. Þetta er næstum eins og að segja ‘haha þó ert með gleraugu eða gamlan hatt’. Þarna er búið að taka góðvild og hjálpsemi út úr spilinu og bara einblínt á hversu góða hluti fólk er með. Skammarleg hegðum hjá sumum sem skrifuði inn á þennan post. Þetta er gott dæmi um fólk sem talar áður en það hugsar og eins og svo oft þá veit það ekkert hvað það er að tala um. Þetta eru fordómar og ekkert annað.
Varðandi guild fee í RH. Lýðræðisákvörðun var tekin af öllum meðlimum RH um að setja members fee inn sem vikulegan part of starfssemi RH. Sumir fáfróðir hérna tóku fram að Leaderinn hafi hreinlega sett þess reglu á líkt og einræði ríkti, sem stenst engan veginn. Hversu hátt guildfee-ið vikulega er er engin feluleikur og geta allir séð það á heimasíðu restlesshorde.com. Meðlimir RH virðist vera mjög ánægðir með þetta. Hugmyndin vaknaði þegar ákveðinn aðili bjó til character á Silvermoon og joinaði danskt guild. Þar var hent í hann fullt af bags og items sem komu honu að góðu gagni enda á lágu lvl. Hann var í skýjunum og hafði aldei fengið svona góðar viðtökur og mikla hjálp á skömmum tíma. Þetta er stefnan hjá RH eftir að meðlimir RH kusu einróma að samþykkja þessa nýju stefnu. Orð voru látin flakka um hvort þetta færi ekki bara allt beint til leadersins. Hvernig dettur ykkur í hug að láta svona út úr ykkur þegar þið vitið greinilega ekki neitt um málið. Þrýfist þið á svona slúðri ? Ef þið fáið ekkert samviskubit yfir þessir yfirlýsingum þá eruð þið greinilega of ungir og óreyndir í mannlegum samskiptum og mannaskap.
Guild memberum sem ekki borga í sjóðinn er ekki kickað úr RH. En það vandamál er ekki fyrir hendi þar sem allir borga glaðir það sem af er liðið af þeim fjórum vikum síðan fyrirkomulagið hófst.
Ég veit að eftir þennan póst munu sveittir andspyrnueinstaklingar lesa hann vandlega yfir í von um að negla mig á einhverjuo og troða einhverju aftur upp í mig. Mér strax til varnar varðandi snjall þá ber ég mikla virðingu fyrir honum og meinti ekkert illt með því þegar hann fór frá mib til að fara í betra guild. Ég skil það mjög vel og þetta eru menn að gera hægri vinstri í dag. Auðvitað, maður hugsar eðlilega um sjálfan sig og kemur sér fyrir á sem bestum stað. En svo eru til menn eins og stjórnendur RH sem fórna sjálfur sér og sínum eigin character fyrir guildið og ákveða að láta ekki freistast til að komast fyrir á betri stað. Þeir eiga ekkert skilið einhverja heiðursorðu fyrir það, þetta er bara það sem þeir kjósa en það sem þeir eiga ekki skilið að svona dónaskapur og yfirlýsingar byggðar á einhverri vonsku og hatri frá fólki sem er ekki einu sinni í RH.
Einnig var talað um að það eina sem greiið fólkið í RH væri búið að fá væri runecloth bags. Nokkrir hér gerðu grín af þessu, og þó nokkrir minntust á hversu snemma þeir hafi verið komnir með fullt af góðum bags án hjálpar. Þarna erum við aftur komnir að því þegar menn láta hluti skipta sig meira máli en manngæsku og hjálpsemi. Allstaðar reynið þið að gera grín af þessu og miklið ykkur sjálfa með hversu snöggir þið voruð að ná ykkur í bags. En vitiði elsku kallarnir mínir, það eru bara ekki allir eins vel heppnaðir og duglegir og ég tala nú ekki um vel gefnir og þið. Rosalega eruð þið töff. Ég vildi óska að ég væri þið. Þá gæti ég gert grín af öðrum guildum og látið alla vita hvað ég lang bestur, og aðrir væru aumingjar.
Sjóðurinn þjónar ekki þeim tilgangi að eyða peningum strax. Þannig að það er ástæðulaust að tala um hvað fólk er búið að fá til baka, og slakið á, sjóðurinn er bara búinn að vera í gangi í 4. vikur, en það eins og svo margt annað höfðuð þið ekki hugmynd um áður en þið töluðuð af ykkur.
Sjóðurinn er vel stæður og nýtist best sem lánasjóður til guild membera. Engir vextir, en þó það skilyrði að það ákveðinn tími er settur á hvenær skuldin skal greiðast í síðasta lagi. Þetta hefur komið sér mjög vel fyrir marga og af og til er tekin lýðræðisákvörðun um að hreinlega láta bankann styrkja einhvern aðila ef honum vantar lítið upp á og gefa honum mismuninn. Veit ekki með ykkur en þetta hljómar ansi vel. Þetta kerfi ýtir undir samvinnu og samstöðu innan guildsins. Þeir sem ekki geta séð af örlítilli upphæð á viku í þágu guildsins eru ekki mikið að spá í heildinni og hag guildsins, heldur sig sjálfa. Ég endurtek að meðlimir RH þurfa ekki að borga en kjósa þó allir að gera það. Ef þeir eiga ekki pening þá borga þeir ekki og ekkert er út á það sett.
Til fróðleiks fóru 1250 runecloth í það verkefni að skipta út töskum hjá meðlimum RH. Einnig fóru 100stk Rugged Leather og 50.stk Rune Thread í þetta. Nú myndu sumir hugsanlega gera grín af þessu og sagt ‘ég hefði nú bara farmað þetta einn á einu kvöldi’ eða hvað eina sem þið töffararnir hafið að segja. En hvað með það, þetta var gert með góðu hugarfari til að hjálpa meðlimur RH. Ekki allir eru eins vel gefnir og sumir af ykkur. Svo verðið þið að gera ykkur grein fyrir að ekki eru allir á nógu háu lvl til að vera með rosa töskur. Á einni kvöldstund var skipt út 50 töskum og hefur það eflaust komið sér vel fyrir marga. Svo vogið þið ykkur að gera grín af þessu. Margir á lvl 55+ voru ennþá með litlar töskur, og RH reynir bara að gera gott úr því sem þeir hafa. Ekki eru þeir að gera grín af ykkur, hvað gefur ykkur rétt til að segja ‘þú ert aumingi og noob, þú ert með drasl item’. Allir voru einu sinni noobs, og hættið að setja ykkur á háan stall. Kannski er það satt. Kannski er RH samansafn af mönnum með léleg item og litlar töskur og svo þurfa þeir að borga members fee líka en eitt mega RH eiga, gríðarlega samstöðu og kærleik milli spilara. Hjálpsemi og heiðarleika. Leifið RH að lifa í friði og leitið vandræða annarstaðar. Ég veit að þetta er bara leikur, og er það góð ástæða til að fara mannleg samskipti, samstöðu og kurteisi því öll erum við fólk. Hvernig item við erum með einkennir okkur ekki og gefur okkur ekki rétt til að setja út á aðra.
Eruð þið ekki ennþá sáttir við fyrirkomulag RH ? Ekki joina RH. Finnst þér asnarlegt að fólk sé að borga í sjóð ? Hei vertur glaður þú þarft þá aldrei að borga í sjóðinn, hættu að láta það fara í taugarnar á þér. Ertu með rosa gott vopn, allveg miklu miklu betra en Thrash Blade ? Gott hjá þér, ég samgleðst. Eru Ninja looters í RH ? Hættu að gráta, það er nóg af þeim fyrir og þeir verða alltaf til staðar.
Eru RH meðlimir að skrifa svona greinar og hrauna yfir önnur guild? Nei. Hmmm segjir það eitthvað um manngerð meðlima RH. Tjahh það er nú það.
Einnig ber ég gífurlega virðingu fyrir Lords of the England og kemur mér ekkert við hvernig þeir skipuleggja sitt guild en þeir eru svo sannarlega að standa sig vel. Í fullkomnum heimi myndu menn ekki láta svona hatur flakka yfir önnur guild sem þeir eru ekki í, en í svoleiðis heimi væri heldur ekki stríð. Það virðast alltaf vera einhverjir sem vilja valda usla og leiðindum. Svoleiðis er það bara og við verðum að lifa við það.
Þakkir til þeirra sem skrifuðu gáfuleg comment á þennan post, og þið hinir sem létuð fávisku ykkar og grimmd flakka, skammist ykkar og sýnið smá þroska. Ættuð að biðjast afsökunar.
Kveðja til allra meðlima RH, Ice Shard, Demigods og Redrum. Takk fyrir að standa saman í því að gera þetta að skemmtilegum leik og afþreyingu.
Hafið það gott í sumar.