Málið er bara að fólk þarf ekkert alltaf að rökstyðja skoðanir sýnar, og allra síst það sem það heldur eða trúir.
Ekki? Þá ætla ég bara að fara að trúa því að það sé til bleik belja sem að býr á himnum og stjórni öllu því sem að við gerum og skapaði heiminn.
Ætlarðu að krefajst þess að fólk rökstyðji trú sýna á guð?
Já. Hef ég ekki rétt til þess að biðja fólk um að rökstyðja afhverju það heldur eitthvað svona fjarstæðukennt og eitthvað sem er engan veginn í samræmi við veröldina og vísindin? Fólk fann upp á guði, Seif, Óðinni, Osiris o.s.frv. til að réttlæta tilveru sína, finna tilgang í ómerkilegu lífi þeirra og útaf hræðslu þeirra við dauðann.
Í nánast hverjum einasta pósti þínum biðurðu um rökstuðning, hvers vegna þarftu hann? Er þetta svona mikið kappsmál fyrir þig? Ertu að græða á þessu?
Ég sá mikið af fullyrðingum en sá ekki rökin fyrir því. Ég ákvað að biðja um rökstuðning af forvitni og til að athuga hvort að þetta væru ekki eintómar barnalegar fullyrðingar án rökstuðnings.
Þú veist að þú getur verið bannaður fyrir að stofna til rifrilda að ástæðulausu.
Ætlun mín var ekki að stofna til rifrildis, það stukku bara allir upp og tóku því eitthvað illa af einhverjum ástæðum þegar ég bað um rökstuðning. Ég sýndi ekki neina óvináttu þegar ég bað um rökstuðning og ég var mjög kurteis.