Upprunanlega stóð þetta fyrir “Dragon Killing Points”. Þetta er punktakerfi sem flest stóru raid guildin nota.
Í stuttu máli virkar þetta svona hjá okkur:
1. Færð 10 punkta fyrir boss kill (Onyxia, MC boss, Kazzak, Azuregos o.s.frv.).
2. Færð 5 punkta per klst. sem þú ert í raid á Onyxia, MC, Kazzak o.s.frv.
3. Með þessum punktum “kaupir” þú þér svo item sem droppa af raid bosses.
T.d. var ég í 7 klst. í Molten Core um daginn og náðum við 5 bosses (náðum Shazzrah í 6% :( ) og það gaf mér 5x10 = 50 punkta + tímabónus.
Með þessu kerfi safna þeir punktum sem taka þátt og allir fá items.. þeir sem eru virkari fá auðvitað meira, en það er ekkert nema sanngjarnt þar sem þeir vinna fyrir því.