Mér var bent á þessa tilkynningu af Ice-Shard member sem var að furða sig á þessari grein og sannleiks gildi hennar.
Ætli ég byrji ekki frá byrjun og taki útskýringu frá fyrri þræði og bæti við hana hér.
Það sem byrjaði þetta guðdómlega og skemmtilega rifrildi var private message frá meðlimi Restless Horde, og var það recruit msg á mig (og ég veit ekki með fleirri), sem einn af þremur guild leaderum Ice-Shard.
Ég tilkynnti þeim meðlimi að mér finndist þetta argasta óvirðing og ef þeim finndist þessi hegðun í lagi þá mundum við leggja hana fyrir okkur einnig.
Það sem fylgdi þessu msg mínu til membersins voru mass message eitt á þriðjudag að ég held og annað á miðvikudag, þótt ég þori ekki að lofa með dagsetningu.
Í framhaldi tókum við 2-3 membera frá Restless Horde, og að ég held þá kom 1-2 í viðbót að elta vini sem skiptu um lit.
Eftir þetta þá greip ég fyrsta tækifæri sem ég sá Victor online og lét hann vita af málinu, lét hann vita að fleirri msg munu ekki koma úr okkar röðum og tilkynnti honum hver hefði sent þetta msg úr þeirra röðum.
Í framhaldi bauð ég Victor að koma með okkur á Raid næsta dag ef RH hefðu áhuga.
Hann sagði mér að þar sem þessi msg, bæði frá okkar hálfu og þeirra væru fréttir hjá honum þá litist honum ekki vel á það.
Spurði mig um stærð okkar og getu, sem ég og lét hann vita af eftir bestu get.
Í framhaldi spyr einn af Restless horde mönnum mig, 5 mín síðar hvort hann mætti joina Ice Shard.
Ég lét þann einstakling vita að við vildum ekki fólk sem skipti um lit við minnstu ástæðu og bað hann um að útskýra betur afhverju hann ætlaði sér að skipta um lið.
Útskýringarnar voru ekki upp á marga fiska en hann fór úr Restless Horde án þess að hafa svar frá mér, og tók ég það sem sönnun þess að einstaklingurinn hefði ekki áhuga á að vera í Restless Horde, hvort sem við tækjum hann eður ei.
Í framhaldi bauð ég þeim einstakling inn í Guildið og hann var boðin mjög velkominn af okkar members.
Í framhaldi msga ég Victor og læt hann vita af þessari liðsbreytingu og tjái honum að ég voni að þetta sé allt í góðum móral.
Hann lætur mig þá vita að hans virðing fyrir Ice Shard hafi risið all verulega, þar sem allt sem ég sagði um okkar ásetning og getu virtist standast.
Mér byrjaði þá að gruna að þessi liðs breyting væri ekki alveg með feldu og spurði hann hvort hann væri að tala um viðkomandi manneskju og hvort þetta hefði verið eitthvað herfilegt bull.
Hann sagðist þá vona að við tækjum þetta ekki nærru okkur en hann vildi ekki binda neinn hóp við RH sem væri að einhverju leiti að reyna skaða hann.
Þetta fannst mér með eindæmum barnaleg og nánast fyndinn hegðun, henti viðkomandi manni úr guildinu og sagði victor að vegna þessarar hegðunar hefðum við engan áhuga á neinu samstarfi við RH.
Lét svo bæði Victor og þann einstakling á Ignore.
Í framhaldi kom þessi tilkynning á Restless Horde heimasíðunni.
Restless Horde tilkynning.
- Victor
Þó hvert mannsbarn viti um samstarf RH og Demigods lýsist það hér með yfir opinberlega að samstarf og góðvild er á milli RH og Demigods, tveggja stærstu Horde Guild-a á Íslandi miðað við fjölda og level. Meðlimir innan RH eða Demigods sem áreita menn úr hinu guildinu verða taldir brotlegir á samstarfsreglum guild-a ana og verður tekið á því máli með viðeigandi hætti. Demigods og RH yrkja hins vegar ekkert samstarf við guild að nafni Ice Shard, fyrrverandi Zoochosis of A, sem lagðist niður á sínum tíma þegar fólk fluttist allt yfir til Restless Horde frá Ice Shard og Verdis Q. Þeir hafa því miður sýnt barnalegt viðmót þrátt fyrir háan meðalaldur og kjósa menn RH og Demigods að yrkja ekkkert samstarf með þeim. Ég skora á alla meðlimi RH og Demigods að láta stjórnendur strax vita ef menn frá Ice Shards reyna að ginna ykkur til þess að skipta yfir til þeirra. Dæmi eru til að in-game póstur hafi verið notaður í WoW til að reyna freista fólks til að skipta um guild. Því miður fyrir Ice Shards hefur það reynst áranguslaust hingað til. Annars þakka ég kærlega fyrir mig og við sjáumst hressir í næsta RH + Demigods raid-i.
Þessi partur er með öllu rangur.
“RH yrkja hins vegar ekkert samstarf við guild að nafni Ice Shard, fyrrverandi Zoochosis of A, sem lagðist niður á sínum tíma þegar fólk fluttist allt yfir til Restless Horde frá Ice Shard og Verdis Q.”
1. Við neituðum samstarfi við enda spjalls míns við Victor.
2. Ice Shard er ekki fyrrverandi Zoochosis of Ataraxy, heldur ZoA, Veridis Quo, Myrku Riddarar helvítis og Shadow Tactics.
3. Zoochosis of Ataraxy lagðist ekki niður, nét gekk í raðir Restless Horde, og hef ég ekki séð einn member úr okkar röðum, nokkurn tíman undir þeirra guild taggi.
4. Veridis quo menn lögðust ekki niður, en þó nokkrir úr þeirra röðum fóru jú yfir í Restless Horde.
“Þeir hafa því miður sýnt barnalegt viðmót þrátt fyrir háan meðalaldur og kjósa menn RH og Demigods að yrkja ekkkert samstarf með þeim.”
1. Frá þínu sjónarhorni máttu vel lýta á okkar hegðun sem barnalega.
Það er þinn persónulegi réttur og ég mun ekki neita þér honum.
2. Sambandi við Demigods þá höfum við aldrei beðið um neitt samstarf, þó það hafi í raun aldrei verið lokað af okkar hálfu.
Ef þeir kjósa að loka á það þá er það þeirra réttur.
“Því miður fyrir Ice Shards hefur það reynst áranguslaust hingað til.”
Fer eftir því hvað þú kallar árangur, en enn og aftur, þinn réttur.
Ég óska RH og Demigods alls hins besta, látum þetta enda þetta.
Gat bara ekki horft upp á algjöra steypu breyta viðmóti ykkar eigin memberbase gagnvart okkur, þar sem ég tel það engan veginn sanngjarna meðhöndlun á þessu máli.
Best wishes, gg.
Ebeneser