Sko… Ég er á RP server. Það er bara mjög fínt, fólkið er voða mikið í karakter sem er oftast bara gaman, í mínu guildi segir fólk nú bara það sem það vill segja. “brb pizza” eða whatever.
Það leynast inn á milli alveg hardcore roleplayerar sem að verða alveg snarvitlausir ef að maður missir eitthvað “vitlaust” út úr sér. En maður ignorar þá nú bara.
Rp serverinn virkar líka þannig að maður fær svolítið mikinn frið til þess að questa, því að horde geta ekki ráðist á þig og drepið þig hvenær sem er. Þú verður að setja sjálfan þig í pvp mode til þess. En ef þú ræðst á pvp enabled horde karakter þá virkjast þú að sjálfsögðu líka svo aðrir geta ráðist á þig.
Þú verður ekki kickaður eða færð áminningu ef þú segir eitthvað “out of charakter” á general. En ef fólk er að spamma general/trade rásirnar þá getur vel verið að þú verðir “skammaður” en það er örugglega svoleiðis allstaðar.
Margir gera ráð fyrir því að ef þú ert að segja eitthvað out of charakter að þú skrifir OOC áður og þá taka allir því bara mjög vel.
En annars er þetta bara mjög fínt, sérstaklega með það að fá smá frið, td ertu enga stund frá lvl 30 og upp í 40 í Stranglethorn því að þar eru milljón quest og þú ert ekki sífellt drepinn.
Já.. ég hef ekkert meira að segja um þetta :)