Nú ofbýður mér. Þú kallar okkur fávita!? Þú skalt virða okkar skoðanir líkt og við virðum þínar og reyndu að þroskast.
Ég er að segja mína skoðun á ykkar skoðunum, rökræður hafa ekkert að gera með það að virða skoðanir. Það er ekki hægt að kalla þessar samræður okkar rökræður því að þú rökstyður ekki neitt.
Ég tel mig vera búinn að gera þér fyllilega grein fyrir að ég vildi ekki rífast en þú heldur áfram! Hvað er að þér?
Ó okei, þannig að ég á bara að halda kjafti og leyfa þér að eiga seinasta orðið því að þér langar ekki að rífast? Ég er að svara þér, segja mína skoðun og styðja mál mitt. Þú ert að segja þína skoðun en þú hefur ekki stutt mál þitt.
Nákvæmlega svona hegðun viljum við ekki og því eru reglur settar.
Hvernig hegðun?
Hvers vegna í fjáranum er ekki bara öllum undir 18 leyft allur andskotinn? Hafa einstaklingar undir 18 ekki getu til þess?
Þroska til að gera hvað? Ég talaði aldrei um að leyfa þeim allt.
Nei, meiri hlutinn hefur ekki þroska til þess!
“Meirihlutinn” hitti naglann á höfuðið.
Við hleypum fólki inn undir 18 ef það sýnir að það hefur þroska til að ræða við annað fólk án þess að þurfa að uppnefna það eða eitthvað í þá áttina. Ég er sjálfur 16 ár, en ég er í guildi sem er fyrir 18+.
Hvenær fá þeir tækifæri til að sýna fram á það ef þið hleypið þeim ekki inn í guildið? Ekki eruði að standa í samræðum í miðju instanci?
Þessar reglur eru ekki algildar! Hefðurðu einhvern tímann litið inn í 7. bekk? Allir 7. bekkir eru ekkert alslæmir en mundir þú treysta þeim fyrir öllu?
Treysta þeim fyrir öllu? Hvenær sagði ég það?
Nei, en ég myndi ekki meina þeim aðgang að guildinu mínu. Ég get ekki rökstutt afhverju ég færi að gera það. “Nei, þú ert 12 ára, þú ert greinilega ekki nógu góður til þess að spila með mér eða standa í samræðum án þess að uppnefna og vera með leiðindi.”
Hvers vegna heldurðu að það sé sagt að fólk þroskist með aldrinum? Hvernig í andskotanum geturðu sagt að fólk yfir 18 hafa ekkert endilega meiri þroska en þeir sem yngri en 18 eru?
Því það er satt, ætlarðu að fara að segja mér að allir yfir 18 séu þroskaðri en allir þeir sem eru undir 18?
Hefurðu enga reynslu af lífinu og mannlegum samskiptum?
Jú, og ég hef komist að því að fólk yfir 18 ára getur oft verið mun óþroskaðara en þeir sem eru undir 18 ára.
Þú ert greinilega með þroska á við fjögurra ára krakka.
Hvað fær þig til að segja það? Geturðu rökstutt það? Ég hef þó nægan þroska til þess að rökstyðja það sem að ég segi, þú kallar mig bara fjagra ára. Ég skil ekki afhverju þér var hleypt inn í þetta guild, þú ert að uppnefna mig án rökstuðnings og ástæðu.
Ég vildi aldrei rífast við þig. Nýtum tækifærið og endum þessi rifrildi.
Endilega, um leið og það er ekkert meira að segja. Til hvers ætlastu þegar þú segir “endum rifrildið” eftir að þú skrifar 10 lína svar þar sem að þú ert að segja að þú sért ósammála mér?
Ætlarðu að rökstyðja afhverju þið hleypið ekki fólki undir 18 ára inn í guildið almennt? Eða ætlarðu að halda í hefðina og haga þér eins og börnin sem að þú telur undir virðingu þinni.