Mér finnst betra að nota safn af litlum addons frekar en að ná mér í eitthvað heilt unit. Þannig get ég bara notað það sem að mér sýnist.
Þetta er að mestu leyti byggt á uberpriest safninu. Hérna eru helstu moddin sem ég nota.
Atlas: map af flestum instances í leiknum
Openbags: opnar alla pokana með einum takka, mjög sniðugt
Telo's infobar: klukka, mælir “xp per hour this session/this level” og allskonar sniðugir hlutir og upplýsingar, mana regen, health regen. allt í allt sniðugt og lítið.
Flexbar: 96 takkar sem að hægt er að gera allan andskotann við. m.a. breyta stærð, setja hvar sem er á skjánum o.s.frv. Þetta eru aðalspelltakkarnir mínir.
MainBarHider: einfalt, slekkur á main barnum.
Groupbuttons: býður upp á þann möguleika að hafa nokkra litla takka við hliðina á hverjum party member. að klikka á takkann castar ákveðnu spelli á þann party mate sem við á. afskaplega hentugt fyrir healing classes. Ég nota þetta lítið sem ekki neitt því að ég geri mestalla vinnuna með hotkeys.
Minigroup: breytir party frames og gerir þá mun þægilegri. sýnir í tölum hp og mana hjá öllu partyinu. Sýnir stöðugt buffs/debuffs. mjög sniðugt mod.
CT_raidassist: þið þekkið þetta
SellValue: man verð frá vendorum. þegar ég fer yfir item í bakpokanum þá kemur tooltip sem segir “Sells for X at vendor” þægilegt til að greina eigulega hluti frá rusli
EquipCompare: ber sjálfkrafa saman hlut við þann sem að þú ert nú þegar að nota. Þetta er í leiknum hjá vendors, en moddið gerir þetta allstaðar.
WhisperCast: Ef að einhver whisperar mig ákveðnum setningum, t.d. “stamina plz” “fort buff” “stam” “need stamina” “PW:F” “you are a ray of sunshine in my life” o.s.frv. Þá fara þeir á biðlista ´sem að ég get castað PW:F eftir. hentar vel fyrir raids þar sem að ég er eini priestinn með imp. PW:F
Watchdog: er heilt UI í sjálfu sér, en ég slekk á öllum fídusunum í því nema einum. Það er Shift casting. Þetta er þægilegt því að ef ég held shift inni og klikka á partymate, þá selecta ég hann ekki, heldur casta flash heal. sama gildir um alt-click og renew.
Book Of the dead: er pvp logging system
Map coords: hnit á mappið
Mapnotes: möguleiki á því að setja inn svona notes á mappið.
Gæti verið fleira, er í vinnunni og get ekki loggað mig inn til að tékka á þessu :)