Ég er með þráðlaust netkort heima hjá mér. Ég spila WoW í fartölvunni minni, en hann dettur alltaf út ef ég fer inná hann á þráðlausa en ég get farið í hann ef ég er tengdur með snúru. Er ekki hægt að spila WoW á þráðlausu? (ég get farið á netið)
Jújú, ég er með þráðlaust. Að vísu ekki lappa, en ég sé ekki hvernig það gæti verið vandamálið. Kannski er kortið að blocka eitthvað port eða eitthvað.
checkaðu signal strength, ef það er eitthvað “Fluxuation” á merkinu gæti það verið málið.. annars veit ég ekki baun afhverju þetta ætti ekki að virka, bara tillaga.
Ef að það er önnur talva tengd internetinu heima hjá þér sem er online, þá þarf að opna annað port. Við erum 2 að spila wow heima hjá mér. Oft á sama tíma, einu sinni var ég alltaf að detta út en það lagaðist með þessu port dóti. Ein talvan er þráðlaus en hin tengd með snúru það er aðeins meira latency oftast á þeirri þráðlausu.
sko þráðlaust er mun óstöðugra og ég mæli alls ekki með því að spila tölvuleiki á netinu með þráðlausu uppá ping og jafnvel disconnects. en ég skil samt ekki alveg af hverju þú getur ekki spilað, ættir alveg að geta verið inná, bara með verra ping, ætli það sé ekki bara þetta port vesen, prufa að opna fleiri port eða eitthvað.
Ég er alltaf að detta út og núna gerist það um leið og ég logga mig inn (gerðist ekki svo oft áður, var bara algjörlega random), gæti það verið útaf því að ég er með þráðlaust net? Ég tek líka eftir mjög miklu “fluxuation” eins og einhver sagði hérna fyrir ofan og nethraðinn helst ekki eins í meira en nokkrar sek. Það er ein önnur tölva sem að tengist netinu í gegnum sama router. Gæti þetta allt saman verið málið?
ja ég veit ekki nógu mikið um þetta til að svara því, en ég hef spilað aðeins með þráðlausu og ég var ekkert mikið að detta út. ef þú dettur út um leið og þú loggar þig inn í hvert skipti þá er eitthvað að. ég kann ekkert að stilla ports fyrir router þannig að þú verður að spyrja einhvern annan um það :S
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..