Halló
Ég er að spá í að versla mér WoW á morgunn en ég þarf helst að vita nokkra hluti fyrst.
1. Hvað kostar áskriftin og hvernig borgar maður hana, (á netinu til dæmis með korti eða svipað)?
2. Hvað kostar niðurhalið, segjum ef ég spilaði 5 tíma að meðaltali á dag?
3. Er eitthvað vesen að logga sig inn, þarf ég að vita eitthvað um patcha, rétta servera eða annað tækjadæmi?
4. þarf ég einhverja ofurtölvu til að geta spilað leikinn eða rosalega nettengingu, ég er með fína tölvu sem ræður alveg við Doom 3 eða WC3 en hún er samt ekkert það nýjasta á markaðnum. Ég veit ekki hve öflug nettenginginn mín er, yfirleitt þegar ég er að downloada einhverju þá virðist hraðin oftast vera 30-60kb á sek.
5. Og síðast en ekki síst, er ég of seinn, verð ég eins og álfur út í hól, ófær um að gera nokkuð eða taka þátt í nokkru vegna þess hve lágu leveli ég er á? Verður jafn gaman fyrir mig að spila þennan leik og það var fyrir þá sem voru með frá byrjun?
Fyrirfram þakkir.