Var að pæla hvort maður þyrfti super CPU til að spila þennan leik almennilega. Eins og t.d þegar ég fer á gryphon frá IF til SW þá veit ég ekki hvað er að gerast. Ég frýs bara á einum stað í svona 10sec og þá er ég kominn á annan stað og svo frýs ég aftur í 10sec þangað til ég er kominn. Svo þegar ég fer og ætla að taka þátt í Raidi t.d í Southshore sem er jú alltaf verið að raida nú til dags þá lagga ég bara í klessu. Get ekki fightað almennilega, sem mig langar ógeðslega :o Svo síðasta dæmið er þegar ég er að koma inná svæðið í AH. Þá frýs ég bara eins og á gryphonum í nokkrar sec. Ég hef prófað að stilla í lægstu gæðin en það er ekki að gera neitt fyrir mig. Samt er ég með ágæta tölvu og góða net tengingu :o
2.81GHz Intel Pentium 4 - 512 MB of RAM.