Veit einhver afhverju það gerist? Tölvan frýs bara alveg, ég geti ekki einu sinni tekið Num Lock af og verð að ýta á Restart takkann.
Gæti þetta tengst netinu? Ég var að fá þráðlaust net og tengingin er eitthvað dauf af einhverjum ástæðum og ég fæ bara sirka helminginn af tengingunni.
Eða er þetta kannski tölvan sjálf? Hún er farin að gefa frá sér allskonar furðuleg hljóð. Hún er orðin tveggja ára með frekar nýjan spennugjafa (vifta fylgdi með honum).
Þetta gerist bara þegar ég er að spila World of Warcraft. Þetta er hræðilega pirrandi, ég var að reyna að gera Gnomeregan og fraus eitthvað um þrisvar.