Ég er með 2ghz lappa með 2x 256mb vinnsluminni og 64mb skjákorti. Leikurinn runnast svona ágætlega, nema þegar ég er úti á stórum svæðum lagga ég smá, og þegar ég fer nálægt raid grúppu lagga ég til helvítis. FPSið mitt er oftast í kringum 10-15, sem er eins og flestir vita, ömurlegt FPS. Ég hef samt vanist því ágætlega, en ég vil endilega komast uppí allavega svona 25-30 í FPS. Þannig ég var að spá ef ég myndi kaupa mér eitt minniskort í viðbót í tölvuna(eða replacea annað með betra minni) og fá mér uppí 1024mb minni, haldið þið þá að ég myndi ekki ná miklu betra FPS í leiknum?

Ég var bara að spá í þetta í gær, því leikurinn er miklu miklu skemmtilegri ef maður er með gott FPS. Var líka að velta fyrir mér hvort þetta væri tölvan(þ.e. skjákortið eða örrinn) eða vinnsluminnið, þannig ég ákvað að spyrja. =D