Ég las einhversstaðar að margir nota ýmis forrit til að talað saman í leiknum (eins og í fleiri leikjum). Mig langaði að ath hvaða forrit þið eruð að nota… sjálfur fann ég forritið Ventrilo sem má finna hjer og er mjög einfalt í notkun.

-Einn af spilurunum þarf að setja upp server, en allir þurfa hinz vegar að hafa Client (líka sá sem er með serverinn). Þá er hægt að tengjast servernum með því að stimpla inn IP-tölu þess sem er með serverinn (hægt að nota password eða ekki). Svo stillir maður bara takka sem maður heldur inni til þess að tala.

Ég var að komazt í Guild í gær með 250 members og þar af eru ca.50 manns á lvl60. Þegar þeir fara í Raids, gera þeir kröfu um að menn séu með þetta forrit, og því var ég heppinn að hafa sett það upp og kynnt mér það örlítið. Mæli með þessu fyrir alla sem eruð að spila mikið með vinum ykkar - fínt að geta spjallað líka saman án þess að þurfa að skrifa allan fjandann…