Væri ekki magnað ef að allir klassar fengju eitthvað Spell sem að þyrfti 5 manns af þeim klass, allir þyrftu að vera sextugir, þeir þyrftu allir að koma saman og channela í frekar langan tíma, og eftir það myndi eitthvað stórkostlegt gerast?

T.d. gætu 5 sextugir Warlocks opnað djöflahlið sem að þeir gætu summonað djöfla úr að vild, byrjuðu með með frekar lélega djöfla en ef þeir gætu haldið djöfla hliðinu heilu (aðrir gætu ráðist á það) nógu lengi gætu þeir farið að summona Infernals og svo loksins Doom Guards. Eða þá að þeir summona bara allir einn drullu góðan djöful sem að einn þeirra gæti stjórnað.

Warriors gætu t.d. fengið risastóran bónus í Armor, Health og DPS, útlitið myndi kannski breytast og eitthvað þesslags.

Prestar fengju kannski Holy Form sem að myndi bæta öll Holy Spells mjög.

Allavega eitthvað svoleiðis, væri þetta ekki gaman? Það er auðvitað mjög sjaldgæft að 5 kallar allir sextugir af sama klass komi saman á einn stað og þessvegna óhætt að hafa þetta öflugt.