góður félagi minn sendi Blizzard póst, einmitt um þetta málefni. Og þeir sögðu að það væri á döfinni að gera mönnum kleift að færa charactera á milli servera, óháð því hvort þeir eru á US, Europe, Korea eða hvar sem er.
Þeir settu þetta bann á fyrst, svo að allir Evrópubúarnir hrönnuðust ekki allir á einn server. Þeir vildu dreifa álaginu og nú þegar þeir eru komnir með reynslu af leiknum og fjöldanum sem hann spilar, er hægt að losa um böndin og leifa fólki að spila á fleiri serverum. Það er mjög jákvætt, þar sem fólk getur spilað á þeim server sem er „næst“ þeim, þ.e. þar sem er besta sambandið.
Það var hins vegar engin dagsetning komin á þetta, (ekki frekar en á neinu öðru sem Blizzard gerir) en þetta verður í komandi framtíð.
Ég mæli með því að þú haldir bara áfram með kallinn þinn, og svo þegar rétti tíminn kemur þá færiru hann yfir á server með stóru íslensku guildi :)
kv,
jericho