Jebb enn eitt ‘al-íslenska’ guildið og það með réttu.
Erum að byrja núna á Burning Blade servernum og munum stofna guildið í dag við spilum sem horde.Við hétum áður ‘Sons of Helion’ og spiluðum á Illidan servernum í US retail. Þar vorum við einnig al íslenskir og komnir með 16 meðlimi nú í lokin.
Við erum vel hæfir spilarar og reyndir guild stjórnendur og vitum okkar viti.
Í augnablikinu munum við í raun ráða hvern og einn einasta íslending sem hefur áhuga !
Ein af þeim ástæðum sem við höfum fundið fyrir því að flytja okkur yfir í evrópsku útgáfu leiksins var sú að þannig væri mögulegt að fá fleiri meðlimi í guild'ið. Og ennfremur var það vegna þess að við vildum auðvitað fá íslendinga með okkur.
Kostir stórra guild'a:
* Félagsskapur og lifandi samfélag innan leiksins.
* Aukin fríðindi fyrir spilendur svo sem mount þar sem samstaða er sterk og ekki erfitt er að fá aðstoð.
* Nægur mannafli til að fara í instance og raid svo sem :
Black Rock Depths
Black Rock Spire -raid
Gnomeregan
Scholomance … ofl
* Tilfinningin fyrir því að vera í öflugum hópi og að það sé ekkert auðvelt að abbast upp á mann :)
Einnig eru meiri líkur á að hver og einn komist yfir góðan búnað sem hentar classinum sem hann er. Það eru góðar líkur á að guild félagar manns leggi í púkk fyrir t.d. epic hlutum (fjólubláum) eða mount.
Ég vil endilega að allir viti að við leggjum EKKI áherslu á það að meðlimir séu einhverjir powerplayer'ar sem komast upp um 25 lvl á einum degi ! Við viljum bara skapa skemmtilegt andrúmsloft fyrir íslendinga að spila í og auðvitað drepa tvo eða þrjá dverga.. ;)
Ég heiti Vaturin og er orc warrior /whisper til mín.
Verð spilandi alla helgina :)
Eða senda mér e-mail á pseudonymeo@hotmail.com
Stranger things have happened