Ég rölti í hádegishléinu mínu út í bt hafnarfirði. Þetta hefur sem sagt verið rétt rúmlega tólf. Ég var að sjálfsögðu með forkaupspakkann og kassakvittunina mína með mér. Tekið skal fram að forkaupspakkinnvar keyptur í BT hafnarfirði.

Ég ætla að versla mér eitt stykki leik, en gallinn er sá að hann reyndist uppseldur. Þetta er að mér finnst til algjörrar skammar þar sem að ég hef engin tök á því að ná inn í smáralind fyrir klukkan sjö, enda að vinna til hálf.

Ég reikna með því að skamma einhvern í bt fyrir svona lélega þjónustu, en mér finnst það vera algjört lágmark að taka frá eintök fyrir þá sem að eru með kassakvittun úr hafnarfirði. Ég veit að það er haldið sér bókhaldi fyrir hverja verslun þannig að það ætti ekki að vera mikið mál að finna út hversu mörg eintök hefðu þurft að taka frá.
Pálmar