Stækkunin kom í gagnið á þriðjudaginn síðasta. Á miðvikudeginu var svooooo sweet að spila hann (latency barinn hélst grænn - fyrsta skipti í langan tíma). En í gær rokkaði sambandið mikið upp og niður. Ég las þá á Vaktinni að Hive væri aðeins að vinna í tengingunni og þetta væri aðeins tímabundið.
Þú verður að gefa þessu smá tíma áður en þú kemur með svona spurningu. Þeir verða í nokkurn tíma að fínstilla þessa tengingu. M.a. er svokallaður „forgangur á traffík“, þ.e.a.s. hver leikur/forrit notar ákveðið port til að tengjast netinu. WoW notar port 3752 (eða e-ð þannig, sjá heimasíðu þeirra) og því þarf Hive að stilla það að þetta port fái t.d. meiri forgang en DC eða BitTorrent. Rökin fyrir þessu eru þau að WoW notar MUN minni bandvídd en þessi skráarflutningsforrit og því eðlilegra að WoW fái forgang á þau. Ég sendi póst á Hive þar sem ég benti á þetta, og þeim fannst það eðlilegt og ætluðu að líta strax á málið um leið og stækkunin væri alveg komin. Þetta tekur allt bara tíma.
kv,
jericho