Jæja, nú er stutt í að við getum farið að kaupa WoW. Reyndar ekki eins stutt og maður hafði vonað vegna þess að þeir hjá BT ætla ekki að vera með miðnætursölu á leiknum :(
Þetta kemur ekki fram á síðunni þeirra, en ég hringdi og fékk þessar upplýsingar.
Eins og komið hefur fram í eldri korkum ætlum við að hvetja alla Íslendinga að fara inn á síðasta PvP serverinn í boði. Ég veit að þetta hefur komið margoft fram, en mér þykir þó ástæða til að nefna það her.
Það væri gaman að geta verið með í stóru guildi sem samanstendur af Íslendingum, en þá þurfa allir að vera á sama server (augljóslega).
Það hefur verið mikið um að íslensk guild séu að skrifa korka og auglýsa og ég hef ekkert út á það að setja. Hinsvegar væri gaman að sjá það gert skipulegar. Ef að þau guild sem eru á veiðum eftir mannskap skrifuðu svar við þessum kork sem að myndi gefa upplýsingar um félagið og hvernig er hægt að nálgast það.
T.d:
Guild: Thunderjacks
Faction: Horde
Núverandi meðlimir: 7
Aldurshópur: 18-25
Server: server nr. 11 (PvP)
Geta spilenda: Byrjendur-meðaljónar
Ná í okkur: (Email, símanúmer…. e-d..)
Ef þetta næðist í gegn gæti maður farið inn á þennan kork og valið sér guild.
Auðvelt aðgengi að guildum þyðir að guildin fá fleiri spilara og að spilarar geta valið rétt guild fyrir sig.
Annars sjáumst við bara í WoW :)