Svo er mál með vöxtum að maður fer á hugi.is/blizzard til að skoða kannski einhverja skemmtilega umræðu eða kvarta um overpowered hluti í máski wow. Þá finnur maður kork sem heitir ´guns´, og maður vill kannski fræðast um byssur í wow en þegar maður les innihaldið þá kemur í ljós: “Byssur í wow eru alltof overpowered, það á að minnka Dp/s”, ekki að mér finnst það. En þessi hugmynd fellst í því að nafn korka ætti að innihalda eitthvað letur/orð sem gefur í skyn við hverju maður má búast. Mín hugmynd er að fyrir framan korka sem innihalda kvartanir skrifi maður [nöldur] eða [kvörtun] og þá yrði nafnið kannski: [kvörtun] Shaman. Ef umræðu efnið sníst um spurningu gæti nafnið verið: [spurning] Byssur, eða [spurning] paladins. Þá er hægt að vita hvað maður er að farað lesa. Ég vill bara koma þessari hugmynd á framfæri en ég fer ekkert að væla ef það verður tekið illa í þetta.
Svörin við þessum kork vill ég hellst láta koma skírt til greina já, ég styð þessa hugmynd, eða nei, þetta er messta rugl í heimi farðu og skjóttu þig. Admin getur svo talið atkvæði og ef samþykkt látið það koma kannski betur til skila hérna á áhugamálinu.
Kveðja, Múmínálfur, sem vill betri og skipulagðari Huga.
Ef sorg á hjarta þitt bítur, ef ástin er horfin á brott,