þetta eru kannski full harkaleg svör hjá sumum, og er aldrei búinn að segja neitt vont um blizzard og skil alveg að þeir séu kannski soldið lengi að þessu, en þegar þeir eru búnir að segja á sínum eigin forums að betan byrji “very soon” og segja okkur það svo núna, viku eftir að þeir sögðu “very soon” að það sé hálfur mánuður í hana þá verð ég nú frekar pirraður. ég hafði ætlað mér að spila WoW í þessu langa jólafríi sem við fáum í MK, byrjaði 4. eða eitthvað minnir mig, og ég veit að það kemur blizzard ekkert við en ég er örugglega ekki sá eini…
ég ætla ekkert að fara að kalla þá þroskahefta fávita sem ljúga að okkur og segjast aldrei ætla að versla af þeim framar, en ég verð nú samt að segja að þetta er frekar slakt hjá þeim. þó að betan sé fyrst og fremst til að prufa serverana og leikinn og svona þá vita þeir alveg að fólk vill fá að spila og að margir keyptu sér pre-order pakkann bara útaf því (sjálfur er ég handviss um að ég ætla að kaupa mér WoW þegar hann kemur út, því ég veit hvað hann verður mikil snilld), og svo voru þeir hálf búnir að lofa því að betan byrjaði á næstu dögum með því að segja “very soon” fyrir viku.
öll þessi læti útaf seinkuninni á betunni eru nú samt hálfgert hrós fyrir blizzard =P
ef þetta væri ömurlegur leikur þá væri öllum náttúrulega alveg sama, en þetta er samt ömurleg þjónusta hjá þeim verð ég að segja, og þeir voru búnir að segja December 2004 en núna segja þeir að þetta geti verið í byrjun Janúar, þá eru þeir að svíkja loforð..