Góð spurning og málefnaleg umræða sem að hún kom af stað.
Hérna hefurðu örstutt svar við upphaflegu spurningunni: Vegna þess að mig langaði til að skrifa byrjendaleiðbeiningar og að stjórnandi samþykkti þær sem grein.
Ef að þú vilt ekki lesa greinina þá ætla ég ekki að neyða þig til þess, og svo að ég skjóti líka undir beltisstað þá ættir þú sennilega frekar að lesa hana með það að markmiði að bæta eigið málfar.
Varðandi ykkur hina sem að eruð að rökræða vitsmunalega um tilgang þess að stafsetja rétt, þá verður að viðurkennast að hér á huga þá skiptir stafsetning og málfar kannski ekki höfuðmáli, en ég held samt að allir ættu að leggja sig fram við að koma hlutunum almennilega frá sér.
Stafsetning skiptir máli.
1. Íslenskan er tungumál, þó að ykkur finnist asnalegt að vernda málið þá finnst mér það mikilvægt.
2. Ég myndi aldrei nokkurn tíma hugsa um að ráða mann í vinnu ef að ferilskráin hans væri vonlaust stafsett og málfarslega röng.
3. Fyrirlestrar, ræður, að gefa almennt eitthvað frá sér í rituðu eða töluðu máli. Ég geri því miður ráð fyrir að spyrjandinn á þessum korki sé mjög heimskur maður. Það hlustar enginn á heimska menn.
4. Það er mjög leiðinlegt að lesa hluti sem að eru illa settir fram
Svona í lokin til að sanna það að stafsetning og málfar skipti máli, þá vil ég biðja hvern þann sem að telur að ég hafi minna vit í kollinum og taki minna mark á mínum skrifum en þeim sem eru eftir spyrjandann, að gefa sig fram.