Markmið mitt er að kynna fyrir verðandi wow spilurum classana, og þá er ég ekki að meina þessa týpísku blizzard kynningu, heldur upplýsingar sem ég hef safnað á hinum og þessum spjallborðum, með því að tala við spilara í leiknum og með því að spila opnu betuna.

Takið eftir, ég hef ekki spilað alla classana, þannig að þessar upplýsingar eru byggðar á skoðunum annarra, ekki mínum eigin.

Annað mikilvægt atriði: Þessar upplýsingar eru byggðar á stöðunni í dag, auðvitað mun margt breytast og classarnir bætast eða versna í komandi pötchum.

Druid

Þessi class heillar marga við fyrstu sýn, hversu svalt er að geta breytt sér í dýr og klórað mob-ana til dauða. Druid hefur möguleika á að breyta sér í annaðhvort björn eða kött (að vísu stóran vondan kött). Flestir sem spila druid eru mjög ánægðir með hversu auðvelt er að soloa vegna þessara möguleika, en kvarta sáran undan lélegri afkomu í PvP bardögum.

Annað sem kemur inn í myndina er grouping. Druids eru eftirsóttir í grúppur vegna þess að þeir geta healað. En það er líka ætlast til þess að þeir heali, ekki leiki sér með dýrin eða nukei. Þannig að ef að heal og samt að vera fær um að bjarga sér var markmiðið með að spila Druid, þá munið þið njóta þess. En ef að þið ætluðuð að verða damage dealers eða tanks, þá er sennilega betra að leita eitthvert annað.

Kostir: góðir í sóló, eftirsóttir í grúppur f. healing, besta buffið í leiknum, rez og gaman að nota dýraformin.

Hunter

Hunters voru lengi vel drasl sem að enginn maður vildi sjá, en eftir nokkrar mikilvægar breytingar þá stendur eftir einhver best balanced class í leiknum. Þeir eru mjög öflugur solo class vegna möguleikans að temja dýr sér til fylgdar. Þeir eru meðalgóðir í pvp.

Hunters eru ekki alltaf fyrsti kostur þegar kemur að því að velja í grúppur, en þeir geta gert hina og þessa hluti sem bjarga hópnu. Þeir geta sec-tankað, bæði þeir sjálfir og petin þeirra, og þannig bjargað viðkvæmari playerum. Þeir + pet gera fínt dps fyrir grúppuna og þeir eru öflugir pullerar.

Kostir: Besti solo classinn, nokkuð góður all-around, skemmtilegt að temja dýr.

Mage

Langar þig að gera gríðarlegt dmg á óvinina en eiga samt á hættu að deyja ef að þeir hnerra á þig? Ef svo er þá er mage classinn fyrir þig. Mages geta dælt út mesta dps í leiknum, en þeir hafa lítið hp og verða því yfirleitt að treysta á að mobið komist ekki nálægt þeim. Mage hafa lengi þótt nokkuð öflugir í pvp.

Í grúppum er hlutverk mage að drepa óvinina. Eitt það allra erfiðasta sem mages lenda í er aggro management, þeir verða að passa sig á því að kvikindið sem að þeir eru að reyna að drepa hati tank-inn meira en þá sjálfa. Þetta er það sem skilur á milli lélegra og góðra mage.

Kostir: búa til vatn og mat, öflugasti AoE dmg dealerinn, besta CC spellið í leiknum (polymorph).


Paladin

Paladins eru af mörgum taldir, ásamt shaman, öflugasti pvp classinn. Þeir hafa marga möguleika og eru í raun healer/tank class, þannig að þeir þurfa engar áhyggjur að hafa af solo. Þeir geta líka brynjað sig mjög vel upp og það er gjarna sagt um paladins að þeir hafi 9 líf. Á móti kemur að paladins hafa frekar lágt dps. Þessi class er frekar byrjendavænn, en það er samt mjög auðvelt að verða skilled paladin. Allir geta spilað hann, en bara sumir masterað hann.

Paladins eru nokkuð eftirsóttir í grúppur vegna hæfileika þeirra til að heala og rezza, en þegar questin verða erfiðarði þá hætta menn að treysta þeim. Þeir geta í raun sinnt öllum mögulegum hlutverkum í grúppu nema því að dæla út dps. En þar sem að dps classes eru frekar vinsælir þá ætti það ekki að vera nokkuð mál

Kostir: rez, 9 líf, góður í pvp og auðvelt að byrja á þeim.



Priest

“LFH!!!” er algengt fyrirbrigði, og þeir sem skrifa þetta eru yfirleitt að leita að presti en ekki bara healer. Prestar eru ranglega taldir langbestu healerarnir í leiknum. Í raun eru þeir bara aðeins betri en hinir healing classarnir. munurinn liggur í því að þeir sem á annað borð spila priest finnst einfaldlega gaman að heala, eitthvað sem er bara raunin hjá hluta spilara hinna classanna. Annað sem gerir prestana góða eru góð aggro lose abilities.

Priests eiga frekar erfitt með að soloa, en þrátt fyrir það þykja priests nokkuð góður pvp class, gallinn er bara sá að óvinirnir miða fyrst á healerinn :). Þeir sem spila priest elska hann, þeir sem hafa ekki áhuga á að heala og supporta ættu að halda sig fjarri.

kostir: góður í pvp, besti healerinn, eftirsóttur í grúppur, rez, fear í pvp.


Rogue (ekki rouge)

Rogues eru besti melee dmg dealerinn í leiknum. Það skyfggir ekkert á yfirburði þeirra í þeim málum, gallinn er þó sá að þrátt fyrir að vera í betri málum en casterarnir (priest, mage, warlock) þá á rogue erfitt með að þola dmg og þarf að gera eitthvað fljótt í málinu. Þeir nota combo-move og snjall rogue er öflugur meðlimur í grúppu.

Rogues eru þess vegna eftirsóttir í grúppur fyrir pure dps, þeir hafa reyndar smá cc, en hlutverk númer eitt, tvö og þrjú er dps. Þeir sem spila rogues eru yfirleitt brjálæðingar sem vilja bara gera eins mikið dmg og mögulegt er :).
Þeir eru mjög góðir í pvp vegna þess að rogue getur með hjálp stealth valið sér andstæðinga, og þeir hafa það mikið af stuns að það eru dæmi um að rogue hafi getað slátrað player án þess að hann hafi getað gert nokkuð.

Kostir: öflugasti melee dps classinn, svalur class, lockpicking, stealth er mjög öflugt, stuns.



Shaman

Þetta er algjörlega hybrid class. Frekar vinsæll class vegna þess hversu vel þeir laga sig að aðstæðum. Shamans geta gert allt, healað, nukað, tankað, pvp-að , soloað og hvaðeina. reyndar eru þeir yfirleitt ekki eins góðir og meira sérhæfðir classar, en bæta upp fyrir það með öllum möguleikunum. Shamans þykja í dag of öflugir í pvp og væla aðrir classar grimmt undan þeim.

Shamans eru vinsælir í grúppur sem healerar, eða bara sem all-around kvikindi. þeir geta með því að hlaupa í skarðið fyrir aðra classa á síðustu stundu bjargað groupinu, en í mjög reyndum grúppum er vinsælla að hafa bara meira sérhæfða classes.

Kostir: mjög góðir í pvp, geta sinnt hvaða hlutverki sem er, eftirsóttir f. heal. góðir í solo, totems bæta árangur.


Warlock

Warlock er dot caster. Þeir hafa pet með sér, sem er reyndar einhverskonar demon, geta valið um nokkra. Þetta gerir warlockana að öflugum solo-spilurum. Þeir hafa fear sem hjálpar þeim mikið í pvp og þeir eru bara nokkuð meðalöflugur class í þeim hluta. Það er líka mjög kúl að á hærri lvls geta warlocks summonað infernal og doomguard.

í grúppum sinna warlockar því hlutverki að dot monsterin. Þeir nota síðan petin sín í það sem hentar hverju sinni. warlockar eiga auðveldara með að höndla aggro en mages vegna þess að dot dregur minna aggro en dd. Curses eru mjög góð leið til þess að veikja andstæðingana

kostir: góðir dot/debuffers. pets auka möguleikana, fínn í sóló.



Warriror

Warrior er besti tank-inn í leiknum. Þeir hafa skills sem að draga að sér aggro og þannig geta þeir látið berja á sér í stað þess að barið sé á félögum þeirra. þetta gerir warriors eftirsótta grúppufélaga. Góður warrior er gullmoli fyrir hverja grúppu. En þar með er það upp talið

Warriors eru versti classinn í pvp, hafa slappt dps og eru lélegir solo. Þetta var ekki alltaf svona og verður ekki alltaf svona, einu sinni voru warriors jafnvel of öflugir, en þeir voru lamdir hausinn með blizzard nerfing bat og eiga erfitt í augnablikinu. ég trúi ekki öðru en að þetta lagis, ekki láta þetta hræða ykkur frá því að spila warriors, þeir munu skána.

Orðabók ;)

PvP: player versus player, bardagi milli spilara
PvE: Player versus enviroment, bardagi við npc's
NPC's: non player controlled, gaurar sem að eru í leiknum en eru ekki undir stjórn einhvers spilara.
pull: að lokka til sín óvini
heal: hressa upp á heilu félagans
dd: direct damage, skaði gerður án tafar
AoE dmg: area of effect damage, skaði gerður á stórt svæði
dot: damage on time: skaði gerður yfir lengri tíma
tank: félaginn sem lætur berja sig í stöppu á meðan hinir lemja vondu gaurana
buff: eitthvað sem bætir félagann
debuff: eitthvað sem gerir óvininn verri
pet: kvikindi sem að fylgir spilara og hjálpar honum í bardaga
solo: spila einn, ekki í hóp
group: nokkrir (2-5) spilarar vinna saman
aggro: hversu mikið og hvern skrímsli vilja berja. aggro á tank = gott, aggro á caster = slæmt.

Ég veit að þetta er bara rétt basics um hvern classa, en vona að þetta hjálpi ykkur að velja. Allar viðbætur og leiðréttingar vel þegnar, en þó á kurteisislegum nótum.

Ef að menn vilja þá get ég skrifað nokkuð ítarlega umfjöllun um hvernig á að grouppa og reynt þannig að gera íslendinga betri wow spilara.

En lykilatriðið er að sýna öðrum alltaf kurteisi og virðingu. Leiðbeina, ekki skamma.

Takk fyrir
Pálma
Pálmar