Þetta lítur út sem töpuð barátta og Gatta er við það að gefast upp en þá kemur vonarneisti þar sem það slær eldingu niður í miðjan skrímslahópinn og það kemur risastór höggbylgja í jörðina og fleygir öllum nokkra metra, þar á meðal Gatta og skrímslunum í kringum hann. Gatta spyrnir sér upp af jörðinni með höndunum og tekur bardagaspjótið upp. Öll skrímslin byrja að reisa sig upp og aða jafnóðum í hermennina eða Gatta. Eitt skrímsli ræðst á Gatta. Hann slær spjótinu í hausinn á skrímslinu og fleygir því langt í burtu. Spjótið titraði létt, eins tónkvísl eftir höggið, í nokkrar sekúndur.
Önnur elding sló niður. Eldingin fór beint í eitt skrímslanna og önnur höggbylgja fleygir öllum aftur niður.
Eldingum slær niður alls staðar og eru að rústa búðunum. Gatta spyrnir sér aftur upp og stingur spjótinu í gegnum bringuna á einu skrímslanna nálægt honum.
Gatta slær annað skrímsli í hausinn með oddinum á spjótinu og steinrotar það og beitti toppurinn á oddinum fer smá í það og sker smá gat á hlið haus þess og það byrjar að fossblæða út úr því.
Áður en að annað skrímsli réðst á Gatta byrjar að hellirigna og það fossar niður mörghundruð lítrum af vatni. Gatta getur varla séð útaf rigningunni. Droparnir eru svo nálægt hvorum öðrum að þeir snertast næstum.
,,Hörfið!” öskrar Gatta til hermannanna.
Allir hermennirnir, þar á meðal bogamennirnir, hlaupa í burtu í átt frá öllum bardögum loksins þegar rigningin gaf þeim tækifæri til þess. Gatta og hinir mennirnir hlaupa að samkomutjaldinu sem að var nálægt og hittast þar.
,,Allt í lagi, förum að vopnageymslutjaldinu og þar geta bogamennirnir sækt sverð og sverðmennirnir geta sækt boga til vonar og vara.” segir Gatta.
Þeir byrja allir að hlaupa í burtu frá rugluðum nærsýnum skrímslunum sem að gátu ekki séð fyrir rigningunni. Þeir eru á harðasprettum þangað til að þeir sjá fullt af skrímslum riðjast á milli tjaldanna. Þau voru að minnsta kosti fimmfalt fleiri en þeir þannig að Gatta segir mönnunum að fela sig. Flestir hermennirnir fela sig inn í svefntjöldunum en sumir, þar á meðal Gatta, fela sig bara á bakvið tjöldin í flýti til að skrímslin sjái þá ekki fara inn í tjöldin. Skrímslin hlaupa framhjá þeim en eru að hlaupa frá bardagasvæðinu.
Gatta og hinir hermennirnir koma úr felum og stefna aftur í átt að vopnageymslunni.
Þegar þeir komast þangað láta allir bogamennirnir bogana á bakið og taka sér sverð og sverðmennirnir taka boga og láta á bakið á sér með nokkrum örvum.
Þegar þeir stíga út úr tjaldinu finna þeir fyrir litlum vind og sjá að rigningin er hætt að falla beint niður heldur fellur hún á ská.
Vindurinn verður alltaf verri og verri og sterkari og sterkari.
,,Lítur út fyrir að það sé að koma fellibylur.” segir Gatta.
,,Helvítis! Afhverju þarf alltaf að koma stormur á versta mögulega tíma.” segir einn hermaðurinn reiður.
,,Við verðum að komast í skjól áður en hann skellur á.” segir Gatta.
,,Hvar getum við komist í skjól í miðjum óbygðum herra?” segir annar hermaður.
,,Við verðum allaveganna að gera eitthv…”
Áður en Gatta gat klárað setninguna slær elding niður minna en meter frá honum og fleygir honum og hinum hermönnunum upp í loftið. Gatta varð máttlaus í líkamanum og flaug lengst í burtu. Gatta lenti á einu svefntjaldanna heillangt í burtu frá svæðinu þar sem eldingin sló niður.
Hann stendur skjálfandi upp eftir eldinguna og finnst eins og það sé lúður að blása inn í eyrað á sér og heyrir ekki neitt annað en stanslaust suð í eyrunum á sér.
Tjaldið hafði gefið sig og spýturnar sem voru að halda því brotnuðu um leið og Gatta lenti á tjaldinu.
Gatta klifrar af tjaldinu.
,,Fjúff, tvisvar hafa þessi tjöld bjargað mér.” segir hann með sjálfum sér.
Vindurinn er orðinn rosalega sterkur. Hann hallar sér fram og þarf að reyna á sig til að komast áfram. Hann labbar í átt að staðnum sem að eldingunni sló niður til að reyna að finna aftur hermennina. Gatta þarf að blikka augunum oft útaf vindinum sem að blæs beint inn í augun á honum, en þegar hann lítur upp sér hann að á stóru svæði byrjar rigningin að mynda hálfgerðar hringiður í loftinu, eins og hvirfilbyli, í nokkrar sekúndur og svo brjótast þær í sundur og rigningin verður aftur venjuleg.
Rigningin byrjar að blásast í allar áttir og það er eins og vindurinn blæs frá einni átt og svo blæs hann frá andstæðri átt og þegar þeir mætast koma þessar hringiður.
Gatta horfir á þetta með undrunarsvip þangað til að suðið í eyrunum á honum er rofið og hann heyrir kall í gegnum það.
,,Gatta!”
,,Ha?” segir Gatta og lítur í kringum sig og sér að það er einn af kafteinunum, Sanel, sem að er að kalla á hann með nokkra hermenn fyrir bakvið sig.
,,Gatta! Komdu!”
Gatta reynir að komast að þeim en vindurinn er orðinn svo sterkur að hann þarf að skríða að þeim í drullugri jörðinni.
Sanel tekur í hendina á Gatta og hjálpar honum upp þegar hann kemst að þeim. Áður en Sanel byrjar að tala sér Gatta tjöld fljúga fyrir ofan hann og sér að tjöldin allt í kringum hann eru komin á loft og það eina sem að heldur þeim frá því að fljúga í burtu eru böndin sem að mennirnir bundu við jörðina.
,,Gatta! Þeir vissu einhvern veginn að við vorum hérna, við verðum að komast í burtu! Við erum allt of hátt uppi! Stormarnir hérna eru þeir verstu á öllu þessu landi!” kallar Sanel ofan í vindinn.
,,Við getum ekki tapað þessum virkjum! Ef að við töpum þeim missum við allt yfirráð yfir þessu landi!” kallar Gatta á móti.
,,Hvað í fjandanum eigum við þá að gera Gatta!” öskrar Sanel.
Gatta tekur stóra andköf en hún er trufluð af vindinum sem að blæs ofan í hann og honum svelgist á vindinum.
,,Ég veit það ekki… eru ekki einhverjir hermenn eftir?!”
,,Nei!! Skrímslin náðu að drepa allar herdeildirnar við innganginn! Það eru bara örfáir hermenn eftir dreifðir út um allt þetta svæði!”
,,Fjandinn! Allt í lagi! Reynum að komast á lægri jörðu og að borg til að við getum náð sambandi heim til að tilkynna hershöfðingjunum þetta!”
,,Það var það sem ég var að hugsa! Hermenn! Við erum að fara!” kallar Sanel yfir hópinn af hermönnunum sem að voru með honum.
,,Vindarnir eru að versna Gatta, við verðum að drífa okkur!” kallar Sanel með hendina fyrir munninum til að svelgjast ekki á vindinum.
Í sömu andrá losnar eitt tjaldið, akkurat fyrir framan Sanel, af jörðinni og fýkur í Sanel.
,,Ah!” öskrar hann stuttlega áður en að tjaldið skellur á hann. Tjaldið breiðist yfir hann og blæs þannig að hann kemst ekki undan því og panikkar og reynir að ýta því af sér með höndunum, án árángurs. Gatta sér að tjaldið er að loka fyrir munninn og nefið.
,,Snúðu þér við Sanel!!”
Sanel sneri sér við og tjaldið er ekki lengur fyrir framan hann að loka fyrir munninn og nefið á honum. Hermennirnir og Gatta taka í tjaldið og ýta því upp af Sanel og það fýkur í burtu.
,,Þetta svæði er dauðagildra.” segir Sanel svo lágt að vindurinn kæfir mest hljóðið.
,,Já, ekkert öðruvísi en restin af heiminum núna.” segir Gatta á móti.
,,Komum okkur núna í burtu!” kallar Gatta. ,,Áður en eitthvað svona gerist aftur!”
Gatta og hinir hermennirnir halla sér fram og ýta sér áfram með fótunum. Þeir ganga að klettaútgangnum sem að þeir komu frá upprunalega.
Hérna littlidabbi. Veit að þetta er frekar ómerkilegur partur af sögunni en er nauðsynlegur til að sagan geti byrjað.