Allur staðurinn er ekkert nema klettar fyrir utan stóru landsléttuna sem að búðirnar eru á. Klettarnir mynda eins konar vegg í kringum búðirnar fyrir utan hálfgerða vegi sem að leiða útaf sléttunni umkringdir klettum. Það er jafnmikið bil á milli klettanna heilu kílómetra inn í fjallið og í þeim bilum eru vegir sem að mynduðust fyrir löngu af drullu og grasi. Það var eins og að labba eftir gangi þegar maður labbar eftir þessum vegum. Þaðan voru hermenn Fhath að koma og öll hin skrímslin. Það voru margir svona vegir og skrímslin komu úr öllum þeim nema veginum sem að mennirnir komu frá.

Blautt grasið spýtist upp þegar að Gatta spyrnir sér frá jörðinni á harðaspretti. Hinir hermennirnir reyna allir að komast að Fhath en Fhath baðar alltaf kylfunni að þeim áður en þeir komust að honum.
Einn hermaðurinn hleypur að Fhath um leið og hann baðar kylfunni að öðrum hermanni. Hann hleypur upp að honum en áður en hann áttaði sig, lítur hann til hliðar og sér stóra tveggja metra kylfuna nálgast hann. Hermaðurinn frýs og veit ekki hvað hann á að gera.
,,Aaaah!”
Akkurat á réttri sekúndu kemst Gatta að honum og rífur hann niður og þeir detta báðir á jörðina og Gatta ofan á hann. Gatta stóð aftur upp og hermaðurinn með, en um leið og hann kemst á fætur fær hermaðurinn kylfu Fhath´s á sig og flýgur í klettana sem að voru þar sem að Fhath kom frá.
Gatta sá hvert einasta bein brotna í manninum og heyrir öskrið bergmála af klettunum þangað til að maðurinn missir andann alveg, dettur af klettunum og skellur á jörðina.
Gatta sér að Fhath reynir að slá hann en hann færir sig smá og Fhath hittir ekki. Gatta stingur bardagaspjótinu inn í fótinn á Fhath og hann öskrar aftur en slær aftur í átt Gatta, sem að er ennþá alveg að líða aftur útaf af sársauka. Gatta sleppir takinu á spjótinu og rúllar sér undir Fhath. Hann lítur til baka á milli fóta Fhath og sér kylfuna þjóta framhjá. Fhath tekur í spjótið og rífur það hægt út úr sér en þá sjá hinir hermennirnir tækifæri og ráðast á Fhath.
Fhath slær strax einn hermanninn í burtu og hann flýgur úr sjón að búðunum. Hinir komast allir að honum og reka sverðin inn í fótana á honum og bakið þar sem þeir gætu aldrei komist í gegnum brynjuna hans. Hann öskrar af öllu afli og lemur lóðrétt að einum hermanninum og kremur hann. Gatta hleypur fyrir framan hann og tekur í spjótið sitt, þar sem Fhath var búinn að sleppa takinu og rífur það alveg úr og stingur því strax aftur inn í hann á annan stað. Spjótið smeygði sér undir brynjuna og fer langt inn í magann á Fhath. Fhath hættir að reyna að slá frá sér og verður valtur. Hann reynir að komast burt en getur varla staðið í lappirnar. Gatta og hinir hermennirnir bakka í burtu og horfa á Fhath reyna að halda sér uppi. Loksins dettur Fhath kylliflatur á magann. Jörðin hristist svo mikið að Gatta dettur næstum því. Fhath verður andstuttur og Gatta sér að það rennur heil á af blóði undan honum. Loksins hættir Fhath að anda og allur sjö metra líkaminn hættir allri hreyfingu.
Gatta gengur upp að Fhath.
,,Ég hef örrugglega rekið spjótið í hjartað á honum.”
Einn hermaðurinn andar frá sér öllu lofti í líkamanum af létti.
,,Mikið var hann drapst. Gott að þú komst herra, þetta leit nokkuð vonlaust út fyrir okkur.”
Skyndilega heyrir Gatta í þvílíkum sprengingum og lítur í kringum sig og sér í fjarska svört ský vera að stefna að þeim og þrumur og eldingar skjótast niður með ótrúlegum krafti sem að valda ótrúlegri höggbylgjum þegar þau skella á jörðina.
,,Ekki núna.” hugsar Gatta áhyggjufullur.
Þeir ætluðu að fara að leggja af stað að hinum inngangunum og hjálpa en þá kemur heill her af skrímslum að þeim með meira en fimmtíu skrímslum öll að trampa niður líkin af skrímslunum og mönnunum sem að liggja sundurtætt á jörðinni.
,,Gatta hvað eigum við að gera?” spyr einn af bogamönnunum með skjálfandi röddu og líkama því að hann sjálfur var ráðalaus.
,,Við getum örrugglega ekki ráðið við þá en það er ekki um mikið að velja. Gerið ykkur tilbúna!” kallar Gatta yfir hópinn.
Bogamennirnir raða sér upp í línu.
,,Tilbúnir!” kallar Gatta.
Skrímslin hlaupa á harðaspretti að Gatta og hermönnunum með sverðin á lofti og æðisglampa í augunum.
Skrímslin eru komin innan við fimmtán metra að þeim.
,,Sleppa örvum!” öskrar Gatta og beinir spjótinu að skrímslunum.
Allir hermennirnir sleppa örvunum á sama tíma og það kemur bylgja af örvum og hálfur tugur af skrímslum fljúga aftur fyrir sig með ör eða tvær annaðhvort í hausnum eða bringunni.
,,Tilbúnir!” öskrar Gatta aftur.
Hermennirnir tóku upp aðra ör. Þeir teygðu á bogastrengnum með annað augað lokað og hitt á skotmarkinu sem að þeir völdu sér.
,,Sleppa örvum!” kallar Gatta aftur.
Önnur bylgja skellur á skrímslahópnum og í þetta skipti fer rétt undir tugur af skrímslum niður í drulluna.
,,Árás!”
Hermennirnir með sverðin hlaupa í skrímslahópinn og á sama tíma hlaða bogamennirnir boga sína með örvum.
,,Aaaaaah!” öskra allir stríðsmennirnir aðandi að skrímslunum vitandi að það væri örruggt að þeir myndu tapa þessari baráttu.
Gatta er með spjótið fyrir framan sig og heldur því langt frá sér með oddinn beindann að skrímslunum.
Gatta og hinir hermennirnir skella allir á skrímslunum á sama tíma og það fyrsta sem þeir þurfa að gera er að verjast undan höggunum fyrir utan Gatta sem að rak spjótið inn í hausinn á einu skrímsli og út um hina hliðina. Hann fær strax högg í átt að sér en verst með því að slá sverðið í burtu með spjótinu og slá skrímslið með toppnum á spjótinu sínu og sker stóra rönd í andlitið á því. Tvö skrímsli í einu reyna að slá hann en hann lætur spjótið fyrir og bæði höggin slá í stálið á spjótinu. Hann færir spjótið fyrir ofan sverð þeirra og slær þau niður í jörðina og ber þau bæði á sama tíma með spjótinu. Skrímslin vankast bara við þetta en Gatta slær aftur spjótinu í þau, einn í einu núna með sitthvorum oddum þó, og drepur þau á svipstundu.
Hinir hermennirnir eru mjög góðir bardagamenn en jafnvel þeir geta ekki ráðið við svona mikinn fjölda skrímsla, þó að bogamennirnir hjálpa mikið.
Gatta sér í horninu á auga sínu að þrumuskýin eru komin fyrir ofan þá.
Það er búið að umkringja hann og skrímslin koma úr öllum áttum. Hann slær höggum skrímslanna frá hraðar en eldingarnar slá niður en þau eru orðin svo mörg að hann getur ekki lengur slegið skrímslin og verður að einbeita sér að að verjast.