Hann kom mér virkilega á óvart. Fun factorið er yfirráðandi og soloing er mögulegt (so far allavega).
Grafíkin er mjög góð og skemmtilegur munur á td. EQ2. WoW er með fókusinn á overall grafík, auðvelt í vinnslu og flott umhverfi en EQ2 er alfarið í details. Þannig að ef þú vilt njóta EQ2 til fullnustu þarftu að vera með kickass vél með topp skjákorti… og zooma í alla hluti til að sjá þá best.
Allir classar sem ég hef prófað hafa eitthvað sem gefur þeim plúsa. Tók mig góðan tíma að velja char þegar ég rollaði fyrst, enda litu allir vel út. Mæli með að þið kíkið á
ÞESSA SLÓÐ ef þið viljið fá stutta lýsingu um hvern klassa fyrir sig. Ég hef rætt við fjölda fólks sem hefur verið í betunni, bæði í USA og EURO og ef þeir eru spurðir hvaða classa þeir vilja spila við release þá í flestum tilfellum gefa þeir upp fleiri en einn classa. Sem ætti að segja eitthvað um fun-factor við hvern classa. Enginn einn classi stendur uppúr sem vinsælasti/besti classinn.
Email systemið er virkilega flott leyst og auction house er snilld, sérstaklega þar sem það nýtir sér einmitt þetta póstkerfi.
Byrjendahjálpin er þægileg, enginn ofurmikill texti sem fyllir skáinn þinn í hverju skrefi, heldur einungis lítil upphrópunarmerki sem gefa til kynna að ef þú smellir á þau, þá kemur stutt lýsing á því sem þú þarft/ert að gera.
Auðvitað þar sem ég hef spilað aðra MMORPG gat ég gefið mér nokkra hluti, eins og td. þegar þú ferð með bendil yfir “mob” (NPC skrýmsli, dýr, persóna) og sérð að upplýsingarnar eru í rauðum kassa gefi það til kynna að viðkomandi mob er hostile og ræðst á þig ef þú hættir þér of nálægt.
Tradeskill þátturinn er virkilega skemmtilega leystur líka. Gaman að sjá menn standa á bryggjunni með stöngina úti til dæmis. Eða menn að týna jurtir af runnum sem eru á víð og dreif um svæðin.
Ég komst einungis í usa open betuna en stefni á að spila á Euro serverum, enda tímamismunur of mikill fyrir svo háaldraðan einstakling og mig til að spila í USA.