Ég spjallaði aðeins við félaga minn í morgun um muninn á US útgáfunni og European. Ég var að hugsa hvort maður ætti kannski að kaupa sér US útgáfuna frekar, hmm af hverju myndi ég gera það? Nú þá fæ ég leikinn aðeins fyrr(Þá getur maður spilað yfir jólin og svona ;-)

Og síðan var ég að heyra að Frakkar og Þjóðverjar væru að taka yfir General spjallinu í leiknum(þ.e.a.s. tala bara á eigin tungumáli), á European. En með US útgáfuna væru það bara Kanar, sem maður gæti spjallað við. Nú þetta eru bæði utanlands dl hvort sem er.

Nú eini gallinn við þetta að maður getur ekki spilað við Íslendinga, t.d. vini, kunningja og aðra Hugara.

Hvert er álit ykkar á þessu?