Mér var litið inn á heimasíðu WOW í gær og sá þá að það er komið release date á leikinn. Hann mun koma í búðir 23. nóvember og um svipað leiti annars staðar í heiminum.
Þegar ég sá þetta fór ég strax á amazon.com og ætlaði að panta leikinn, en nei þeir senda ekki leiki fyrir utan Bretland þannig að ég fór að leita annars staðar og fann eina góða síðu www.ebgames.com ég er ekki búinn að panta hann þar en ef þú kaupir collectors edition þá færðu bók að ég held í kaupæti og kostar aðeins 79.99$.
Ég ætla líka bara að vona að patcharnir komi hérna á huga svo að maður þurfi ekki að fara ná í fleiri hundruði megabæta erlendis. Ég veit líka að sumir hafa hikað við leikinn eftir að ljóst var að það kæmi ekki íslenskur mirror eða neitt svoleiðis en það er talað um að það séu í mesta lagi 10MB á dag í niðurhal sem er bara ekki neitt, mesta lagi 25-30 krónur sem að er ekki neitt neitt…