Eins og þið hafið örugglega lent í þá eru oft Þjóðverjar og Frakkar (aðallega frakkar) að spjalla á sínu móðurmáli á General (/1) chattinu og fer það oft í taugarnar á fólki. Ég lenti einmitt í því í gær að ég var að spila og það voru svona 10 frakkar að tala saman á general chattinu og ég og fleiri voru orðir frekar pirraðir á því.
Svo að ég spurði þá hvort að þeir væru ekki til í að tala á ensku eða búa til nýja rás þar sem þeir geta talað frönsku eins mikið og þeir vildu. Ég ætla að taka það fram að ég bað þá ekki um að drulla sér að hætta að tala frönsku og fokkast til að búa til nýja rás heldur bað ég mjög kurteisislega og sagði þeim hvernig þeir gátu búið til nýja rás til að spjalla á. En NEI!, þeir byrjuðu að kalla mig rasista og illum nöfnum.
Hvurslags spilamennska er þetta spyr ég bara ?
Öll samskipti mín við frakka (fyrir og eftir þetta) eru búin að vera slæm.
Hver er reynsla ykkar á þessu chat-systemi í WoW?
Johnny (the homicidal maniac) og Squee(með Shmee) VS 2 mörgæsir í neðansjávarbardaga. Hver vinnur?