Fyrir það fyrsta, Half-Life 2 var tilbúinn fyrir nokkru síðan og fengu tímarit lokaeintak af leiknum í því skyni að gefa honum einkunn. World of WarCraft er ennþá í beta prófun (það hefur væntanlega ekki farið framhjá þér) og er því ekki endanleg útgáfa af honum komin. Það hefur engin vefsíða og ekkert tímarit, eftir því sem ég best veit, gefið honum endanlega einkunn, en ef ég miða við impressions af hinum og þessum síðum, þá er fólk ansi sátt við hann.