Korlic var alinn upp í Henknoc skógum í syðri enda af Villimanna kónungsríkinu. Á meðan að landið sem að þessir villimenna bjuggu í var blómlegt og fullt lífi, var það einnig fullt ótrúlegum hættum. Korlic var leiðtogi Henknoc, verndandi fólk sitt frá skepnunum sem þau bjuggu meðal. Sem barn hafði hann náð að temja eitt af verri dýrunum kallað Stalker. Það var sagt að það hlyti að vera Druid í blóði hans víst hann gat framkvæmt slíkt verkefni á svo ungum aldri. Á unglinga aldri bjargaði Korlic litlu barni frá hóp af risa kongulóm. Seinna kom fram að barnið var sonur höfðingja óvinveitts ættbálks. Áhyggju- og hugsunarlaust skilaði Korlic barninu aftur heim. Á meðan sumir segja að þetta hafi verið heimskubragð, segja aðrir að þetta hafi verið hugrekkisbragð. Hvort sem þetta var, kom þetta á friði milli ættbálkanna tveggja.

Þegar Þeir Fornu boðuðu Korlic var það gegnum Sjáanda ættbálksins, eiginkonu hans. Hún sagði honum að Þeir Fornu höfðu kallað hann til hans til að vernda það sem eigi má falla, að vernda Arreat fjall. Heiðurinn var þvílíkur að Korlic gat ekki talað. Er hún sá þetta, sneri eiginkona hans sér að Henknoc og kallaði, ,,Eiginmaður minn, höfðingi ykkar, hefur verið valinn af Þeim Fornu til að vernda heilaga Arreat fjall. Til heiðurs þessa gleðilega atburðs skulum við fagna þangað til að hann leggur af stað.” Og þau fögnuðu, í þrjá daga þangað til Korlic fór. Á seinasta deginum, nefndi Korlic eftirmann sinn. Hann var ungur strákur, nú orðinn maður, sem Korlic bjargaði frá risa kongulónum svo langt síðan. Korlic vissi að hann myndi stjórna með réttlæti og réttvísi yfir báðum ættbálkum. Loksins, með allar veraldlegar gjörðir sínar fullgerðar, vogaði hann sér að tindi Arreat til að byrja hans annarsveraldlega verkefni. Að vernda veraldarsteinin alla eilífð.