Þetta er map sem ég hef sérstakt dálæti á, þetta er hero map þar leikvangur skiptist í tvo helminga (tvö lið) sem eru nákvæmlega eins. Þetta er aeon of strife map, það eru 4 barracks (held ég) sem senda inn nákvæmlega eins unita þannig að staðan helst endalaus jöfn í einum stóru stríði. Þar koma hetjurnar til leiks, hin tvö lið spilenda velja sér eina hetjur og fara svo í bardagann. Baráttan er eins og þið sjáið algjörlega byggð á hetjunum sem spila. Mapið snýst um að eyðileggja aðalbyggingu óvinaliðsins (í þessu tilfelli kastala), drepa eins marga óvini safna gulli og við og kaupa hluti eða styrkja lið sitt með upgradeum. Sem betur fer eru engin tome eða agility mass rugl í þessu mapi sem annars skemma fín hero möp.
Þetta borð er skemmtilegt, vel balanced og vel gert hero map og því á það skilið 4 stjörnur að mínu mati.
Endilega leiðréttið mig ef ég hef eitthvað rangt