góðan daginn hugarar.
Svona áður en maður sameinast Blizzard áhugamálinu, fannst mér réttast að senda inn eina litla grein um ladderinn sem er að klárast á næstunni.
Til að byrja með, þá er ladder nokkurs konar tímabil, þar sem menn berjast um að verða fyrstir á lvl 99 eða komast eins og hátt og mögulegt er á tímabilinu. Þegar nýir chars eru búnir til, þarf að velja hvort hann á að vera ladder char eða ekki. Auðvitað veljum við allir/öll að spila á laddernum því maður hefur engu að tapa en allt að vinna.
Þar að auki eru ýmsir kostir þess að taka þátt í laddernum (fyrir utan að sjá nafnið sitt á ladder listanum yfir topp 1000 spilara) og ber hæst að nefna fjölmörg ladder only items, ladder only runewords o.fl.
Einnig eru monsterin erfiðari svo leikurinn verður aðeins meira challenging. “Monster AI speed” hefur aukist, og í raun hegðar hvert skrímsli sér eins og Super Unique. Loks hafa hit point skrímslanna aukist fyrir NM og HELL í laddernum.
Ladder season 1 er að klárast og allir ladder spilarar hara í sama hóp með venjulegum non-ladder spilurum, en halda öllum sínum itemum. Þetta er eina leiðin fyrir non-ladder spilara að fá ladder-only items.
Ladder season 2 er að byrja og sérstök verðlaun eru í boði (engar nánari upplýsingar um það..) Því er ekki eftir neinu að bíða, heldur taka fram leikinn aftur og byrja spilun á nýju og fersku seasoni (þar sem ALLIR byrja á núlli).
Með bestu kveðjum,
jericho