Gatta er kominn að tjaldinu sínu, skrímslin eru flest langt í burtu því að þau eru að ráðast á hina hliðina á svæðinu og hermennirnir náðu að halda aftur af þeim í smá tíma. Gatta tekur þungt bardagaspjótið og lætur brynjuna yfir sig. Hann lætur þó ekki brynju á hendina sem að var með örinni í heldur brýtur hana smá, til að hún verði fyrirferðaminni og rífur smá snepil af sárabindi og vefur í kringum hana. Hann vefur því líka utan um öxlina á sér. Líkaminn hans er ennþá að deyja úr sársauka en hann verður að harka þetta af sér.
Er Gatta gengur út úr tjaldinu hristist jörðin undir fótum hans pínulítið. Hann lítur í kringum sig og sér í fjarska glitta í hausinn á Fhath einn hershöfðingja skrímslanna. Fhath er meira en sjö metra hár, feitur og lítill miðað við önnur skrímsli af hans gerð, hann er með stóra kylfu sem getur kramið mann með einu höggi og stórar leðurbrynjur um magann á sér og bringu. Fhath notar aldrei hjálm né brynjur neins annar staðar, hann hreyfir sig nógu hægt án brynjanna.
,,Gatta!”
Gatta heyrir öskur en veit ekki hvaðan það kemur.
,,Gatta!”
Hann snýr sér við og sér að Urt stendur nokkra metra fyrir aftan sig að slá yfir tug af skrímslum af sér með misstórar axir í sitthvorri hendinni.
,,Bíddu ég er á leiðinni!”
Gatta hleypur í átt að þeim. Um leið og hann kemur að þeim rekur hann spjótið í gegnum hausinn á einu skrímslanna áður en það áttar sig á að hann svo mikið sem var þarna.
Hann rífur spjótið úr skrímslinu og sveiflar því í hring og tekur létt spor eins og hann svífi, og stingur því inn í gegnum magann á næsta, nálægasta, skrímsli. Spjótið fer blóðugt út um hina hliðina. Hann tekur það strax úr og sveiflar því og lemur því ofan á haus eins skrímslanna og rotar það. Um leið og hann er búinn að rota það lemur Urt eitt skrímslanna í hálsinn með öxinni og tekur hausinn af því. Urt slær um leið í annað skrímsli, með hinni, minni, öxinni, og öxin fer langt inn í brjóstkassa skrímslsins en skrímslið hengur á exinni ennþá með vott af lífi, þó ekki mikinn.
Áður en að hvorugur þeirra hreyfði sig fær eitt skrímslanna ör í hliðina á hausnum á sér og flýgur í jörðina. Þeir líta báðir í áttina sem að örin var að koma frá og sjá þar nokkra hermenn með boga í höndunum og akkúrat þegar þeir líta að þeim sjá þeir annann skjóta ör úr boganum í öxlina á einu skrímslanna, það deyr samt ekki og hélt áfram að reyna að slá Urt sem að varðist með öxunum.
Gatta og Urt hugsuðu ekki lengi um þetta og Gatta slær annað skrímsli í hausinn með toppnum á spjótinu. Gatta heyrir í annarri ör þjóta áfram kljúfandi vindinn í örfá sekúndubrot og sér hana fljúga í hausinn á skrímslinu sem að fékk örina í öxlina, sem að við það skellur í jörðina.
Skrímslin sjá að þau eru búin að missa yfirhendina og flýja. Skrímslin hlupu í burtu en um leið og eitt skrímslanna sneri bakinu í Gatta til að forða sér, rekur hann spjótið í gegnum bakið á honum og út um bringuna. Það deyr ekki strax og reynir að ýta spjótinu út úr sér með því að grípa um það og ýta því tilbaka. Gatta rífur svo spjótið úr honum svo hratt að það skemmir innyflin í honum meira og það dettur niður með andlitið í skítuga, drullu þakna jörðina, dautt.
Bogaskytturnar voru nú þegar farnar þannig að Gatta og Urt leggja af stað að bardagasvæðinu.
,,Gatta bíddu. Ég þarf að fara að sækja brynjuna mína og vopn.” Segir Urt.
,,Ég verð bara að hitta á þig seinna, ég verð að fara að hjálpa þeim. Fhath er hérna, það verður ekki létt að drepa það flykki.” Svarar Gatta.
,,Svo megum við heldur ekki við að tapa öllum þessum hermönnum og svona stóru svæði.”
,,Okei, farðu bara ég kem um leið og ég er tilbúinn.” Segir Urt í flýti og snýr sér við og byrjar að hlaupa í öfuga átt að bardagasvæðinu. Og öfuga átt þess sem Gatta var að hlaupa, sem að stefndi beint að bardagasvæðnum.
Gatta sér glitta meira og meira í hausinn á Fhath þangað til hann hleypur fyrir horn einu samkomutjaldanna og sér hann allann, skinnið á höndunum á Fhath voru eins og þær væru að rifna af vöðvunum sem að tútnuðu út í hvert sinn sem að hann sveiflaði kylfunni. Það stóðu þrjár æðar út úr hvorum vöðva á hvorri hendi og Gatta sá þær allar slá. Annaðhvort var Fhath með óvenjulega margar slagæðar eða þetta var eitthvað annað.
Fhath labbaði svo hægt að það var búið að drepa þessi fáu skrímsli sem að komu sömu leið og hann þannig að núna voru um það bil tuttugu hermenn, aðeins fimm þeirra með sverð og restin með boga eftir af mönnunum og öll skrímslin á þessum stað dauð. Örarnar komust ekki í gegnum grjóthart, öllu veðri vöndu, skinni Fhath´s. Gatta hleypur í áttina að Fhath með spjótið á lofti um leið og hann sér að hann snýr athyglinni að einum af hinum hermönnunum. Hann var þó svo langt í burtu að Fhath náði að slá að hermanninum sem að fleygir sér frá en fær smá af kylfu Fhath´s í fótinn og slasar sig. Fhath snýr núna athygli sinni frá hinum og einblínir á Gatta sem að er ennþá æðandi að Fhath með spjótið fast í gripi handa sinna, einbeittur á svip.
Um leið og Gatta kemst í færi, sveiflar Fhath kylfu sinni að honum í lóðréttri sveiflu en Gatta er ekki svona hátt settur að ástæðulausu og hugsar sig snöggt um og spyrnir sér með fótunum og stingur sér þrjá metra áfram. Hann kemst undan höggi Fhath, sem að hristir jörðina, og er kominn nógu nálægt honum til að geta stungið hann með spjótinu, sem hann og gerir. Hann stingur því af öllu afli inn í magann á Fhath sem að stóð innan við meter frá honum, Gatta nær ekki upp í hausinn á Fhath, nema hann gæti flogið, þannig að maginn er það besta sem að hann gat gert úr þessari stöðu. Hann þarf að reyna mikið á sig til að komast í gegnum magabrynjuna á Fhath og grjóthart skinn hans. Gatta tekst það nú samt. Fhath gefur frá sér svo hátt öskur að jörðin hristist meira en þegar hann þrumar kylfunni í jörðina.
Hann slær Gatta frá sér (sem að var að reyna að ýta spjótinu til inn í Fhath til að skaða líffærin hans) með hendinni sem að hann var ekki að halda á kylfunni með. Fhath sá strax eftir þessu því að Gatta hélt svo fast um spjótið að það fór með honum og kipptist út úr Fhath þannig að líffæri hans skaðast meira heldur en ef að hann hefði tosað það út hægt.
Gatta fleygist í jörðina nokkra metra frá Fhath og hinum hermönnunum sem að komust ekki að Fhath því að hann sveiflar kylfunni í átt þeirra ef að þeir komu nálægt honum. Gatta stendur upp aftur með sama einbeitingarsvip og veður aftur í Fhath.
Framhald seinna…