Turninn allur hrundi og Gatta vissi að hann myndi kremja hann en hann vissi ekki hvað hann átti að gera, í hræðsluflýti sleppir hann takinu alveg og fellur niður í átt að grjótharðri jörðinni. Gatta finnur blóðið storkna inn í sér og hjartað hamast hraðar en nokkru sinni, hann sér líf sitt allt í einni mynd í sekúndubroti inn í hausnum á sér en skilur þessa mynd sem allt lífið sitt. Góðu minningarnar flæða í gegnum líkamann hans og maður sér vott af glotti þessa sekúndu sem að þetta gerist. Hann snýr bakinu í jörðina og sér ekki hve nálægt hann er jörðinni.
En allt fyrir ekkert, hann lendir á tjaldi einna hermannanna sem að dregur fallið hans gífurlega en hann meiðir sig samt ótrúlega og rekur hausinn í jörðina fast og vankast. Áður en hann gat andað út af létti sér hann turninn nálgast hann hraðar en nokkuð annað. Í hræðsluflýti lætur hann fæturna upp og hendurnar fyrir sig, hann finnur þungann af turninum skella ofan á sér og hugsar strax með sér að þetta eru endalokin, en turninn fall á honum þannig að hann skall á þunnum spýtum sem að voru byggðar til að styðja stóru spýturnar upp við hvor aðra og halda þeim saman. Þessar þunnu spýtur brotna strax en Gatta meiðir sig samt allsvakalega.
Hinar stuðningspýturnar sem að voru að halda hinum staupunum frá því að falla saman voru farnar að bogna Gatta reynir rífur sig upp og fleygir sér með fótunum, með fæturnar og hendurnar máttlausar í loftinu, eins og einhver hefði kastað honum. Hann skellur á jörðinni og á sömu stundu hrynur allur turninn í hrúgu. Gatta kærði sig ekki um bardagana í kringum sig og leit ekki einu sinni upp. Gatta lá þarna og fann fyrir meiri sársauka en nokkru sinni fyrr í öllum líkamanum, hann fann fyrir þreytu og verkjaði svo mikið að hann gat ekki haldið sér vakandi, hann var orðinn dasaður að kreppa saman augunum og reyna að reisa sig upp en það var eins og eitthvað tosaði í hann þangað til að hann loksins leið út af.
Hann heyrði sverð glamra og skella saman af miklu afli, það var eins og það væri verið að hamra á hausnum á honum þegar hann vaknaði, en það var bara hausverkur. Hann opnar svo augun hægt eins og hann væri hræddur við að vakna.
Hann lítur til hliðar og sér að þar eru fleiri en tugur ljótra, mannháa skrímsla, með stór sverð, vera að slást við nokkra hermenn, sem að voru að minnsta kosti tvöfalt færri. Hann reisir sig strax upp og lítur í kringum sig, leitandi að vopnum en sér ekkert þannig að hann tekur eina spýtuna, sem að hafði brotnað á honum, upp og sveiflar henni til að venjast haldinu. Hann dröslast áfram, með spýtuna ennþá í hendinni, við það að falla saman af sársaukanum sem að var að rífa líkamann á honum í sundur. Um leið og hann tekur á rás að skrímslunum sér hann einn hermanninn vera afhöfðaðann og sér skrímslið öskra ofsaöskri eins og það naut þessa. Skrímslin sneru samt bakinu í Gatta og hann laumaðist aftan að þeim. Þegar hann er kominn alveg upp við skrímslin þrykkir hann spýtunni eins og fast og hann getur í hausinn á einu skrímslanna sem að var lengst til hægri og fleygir því meira en fimm metra, hálsbrotnuðu í jörðina.
Hin skrímslin átta sig strax og eitt þeirra sveiflar sverðinu að Gatta en hann, ósjálfrátt, beygir sig og skrímslið sveiflar sverðinu yfir hausinn á honum, hann reisir sig fljótt aftur upp og þrumar spýtunni í bringuna á skrímslinu og við það fleygist það aftur fyrir sig og missir sverðið. Gatta hleypur strax að sverðinu og tekur það upp en er með spýtuna í hinni hendinni. Skrímslið er vankað en ræðst samt að Gatta, berhent. Hann, án erfiðleika, heldur löngu sverðinu upp og rekur það í gegnum hausinn á skrímslinu.
Hin skrímslin voru upptekin við að slást við hina hermennina og kærðu sig ekki um Gatta. Hann nýtir tækifærið og hleypur aftan að einu skrímslanna og sker hausinn af því með þráðbeittu sverðinu. Í sömu sveiflu fer sverðið í hlið hálsins á öðru skrímsli og opnar hann svo það frussast blóð út úr því. Eitt skrímslið reynir að slá Gatta með láréttri sveiflu en hann lætur sverðið lóðrétt fyrir og slær sverð skrímslins frá og sker gat á bringuna á því með annarri sveiflu. Núna eru liðin nógu jöfn og hinir hermennirnir náðu nógu góðum höggum á skrímslin til að drepa flest þeirra og það seinasta hljóp í burtu en fékk ör í hausinn áður en það komst langt.
Það eru bardagar allt í kringum Gatta en hann veit að hann getur drepið miklu fleiri skrímsli, hraðar, ef að hann kæmist í tjaldið sitt að sækja vopnin sín og brynjuna. Hann lítur í kringum sig og sér að það eru mörg tjöld í logum og að skrímslin eru að slátra mönnunum en hann ákveður samt að hlaupa í tjaldið sitt.
Hann hleypur af stað eins hratt og hann gat en er hann var að hlaupa milli tjaldanna fara tvö skrímsli í veg fyrir hann, án þess að stoppa slær hann höggum skrímslanna frá með spýtunni og sverðinu á sama tíma og sker í andlitið á einu skrímslanna með flísunum sem að stóðu út úr spýtunni og skar stórt gat á andlit þess. Á nákvæmlega sömu sekúndu slær hann í hitt skrímslið og opnar hausinn á því alveg og innyflin detta út úr því er það dettur aftur fyrir sig á bakið. Skrímslin bæði detta niður og Gatta, ennþá hlaupandi, fer á milli þeirra.
Framhald seinna…