Þessi saga gerist fjörtíu árum eftir að Diablo og bræður hans voru drepnir og sálir þeirra festar í sálarsteinunum, sem að voru, eins og flestir vita, eyðilagðir og gert það ómögulegt að endurlífga Tríóið.

Áhrif eyðileggingar Veraldarsteinsins voru ekki góð en þó ekki jafn vond og þau hefðu getað orðið. Öll fyrrum ódauðleg skrímsli voru dauðleg og hlupu ekki lengur í blindni í óvininn og eru ekki vitsnauðir sauðir lengur. En í staðinn fyrir að jörðin útrýmdist skella á mikil óveður og náttúruhamfyrir. Svo mikil óveður skullu á upp úr engu, að menn gátu ekki verið á miklum hluta svæðanna og Villimennirnir þurftu að fara af Arreat Fjalli og búa á lægri jörðu. En það skipti ekki máli því að það var lítið að verja þarna lengur og Þeir Fornu komu aftur til þjóðar sinnar til að hjálpa henni í eilífu baráttunni á móti náttúrunni og djöflunum. Eftir svona langan tíma sameinuðust flestar þjóðirnar og þjóðflokkarnir byrjuðu að deyja út og sameinuðu krafta sína og hæfileika og þannig varð mannkynið sterkara og baráttuseigara, þó að margir voru á móti þessari sameiningu varð þetta að gerast.

Þessi saga fjallar um Gatta, sem að er Kafteinn yfir einu fylkjanna. En það eru her hópar sem að er oftast með hundrað hermenn eða fleiri og eru sendir sem liðsauki á ákveðna mikilvæga staði til að halda aftur af árásum djöflanna ef að það virðist sem að mennirnir séu við að tapa baráttunni. Gatta er ungur og sterkur maður af ævafornum ættum og einn besti stríðsmaður hersins, hann notar oftast stórt járnspót með þráðbeittum óbrjótanlegum oddum við hvorn enda. Eftir æfingu með spjót frá barnsaldri er hann orðinn ansi lunkinn við að sveifla spjótinu til og frá og drepa hvað sem kemur nálægt honum áður en skotmarkið áttar sig á því að hann var að sveifla spjótinu. Í þetta skipti var fylkið sent á einn mannskæðasta staðinn sem að hægt var að fara á. Núna átti fylkið hans að taka staðinn aftur því að það var búið að slátra mönnunum þar og taka yfir virkin sem að voru byggð þar. Virkin voru sjö og það voru þrjú önnur fylki send. Þar á meðal fylki vinar Gatta, Urt sem er af Villimanna ættum.

Gatta og hinir kafteinarnir komu upp búðum langt frá virkjunum til að geta hvílst og borðað, núna eru kafteinarnir saman komnir að ræða um hvernig þeir ætla að fara að árásunum.
,,Allt í lagi Gatta, hvernig ætlastu til að við gerum þetta?” segir einn kafteinanna.
Þeir standa yfir stóru korti af svæðinu þar sem að virkin eru.
,,Ég hugsaði að við gætum einhvern veginn komið þeim að óvörum og þannig tekið fyrsta virkið, þeir vita ekki að við erum komnir enn þannig að við ættum að geta komið þeim á óvart ennþá, en þá verðum við að ráðast á þá fljótlega.” svarar Gatta með hugsunarsvip, með pípuna í hendinni
,,Ef að við komum fyrir steinslöngvunum fyrir hérna” Gatta bendir með pípunni á stað á kortinu. ,,getum við skotið þeim um leið á þessi tvö virki strax og þeir fá viðvörun frá hinu virkinu, en við verðum að koma þeim fyrir í felum.” segir Gatta.
,,Allt í lagi fylkið þitt og Urts geta klifið þetta fjall og komið aftan að þeim á meðan mitt og fylki Sanel förum hérna og ráðumst á þennan ingang.” segir Paff, einn kafteinanna.
,,Frábært, við ráðumst á það í nótt, en ég og Urt verðum að leggja af stað eftir nokkra tíma til að vera komnir yfir fjallið á réttum tíma.” segir Gatta á leiðinni út úr tjaldinu.
,,Við skjótum þrem brennandi örvum upp í loftið þegar þið þið eigið að ráðast á virkið.” hann bíst ekki við svari og gengur út úr tjaldinu og lítur yfir gríðarstórt tjaldsvæðið og hundruði tjaldanna, pakkfull af þreyttum og svöngum hermönnum.
Hann gengur að undirmönnum sínum, sem að voru í tjöldum sínum rétt hjá, og segir þeim þetta og biður þá um að segja fylki sínu hvenær þeir ætluðu að leggja af stað. Gatta ákveður að fara inn í tjaldið sitt og reyna að sofna til að fá einhverja hvíld fyrir bardagann á morgun. Eftir minna en klukkutíma er að mestu hljótt á þessu risastóra svæði fyrir utan nokkra hermenn að spila á spil eða tala saman. Gatta var ennþá vakandi, hann liggur á beddanum sínum og starir upp í loft tjaldsins með þrútin augun, þreyttari en nokkru sinni en gat samt ekki sofnað.
Hann stendur upp og klæðir sig í búninginn sinn og tekur stígvelin sín á sig. Hann gengur í út úr tjaldinu og röltir um svæðið. Hermennirnir voru búnir að reisa lítinn turn upp við stórt tré til að geta séð óvini ef þeir skyldu nú gera árás.
Gatta gengur að honum og lóðréttum stiganum. En um leið og hann kemst upp fær hann sjokk, hárin rísa á honum og hann verður andstuttur. Vörðurinn sem að átti að vera að líta eftir árásum djöflanna var með ör í andlitinu liggjandi í blóðpoll. Gatta hleypur strax án umhugsunar, eins og af vana, að viðvörunarlúðrinum. Án þess að hann sýni minnstu viðbrögð flýgur ör í trévegginn fyrir bakvið hann. Hann teygir hendina áfram til að snúa lúðrinum að sér en fær strax ör í gegnum hendina og aðra, sekúndubroti seinna, í öxlina á hinni hendinni.
,,Aaaaah!”
Hann öskrar háværu sársaukahljóði og beygir sig niður til að forðast fleiri örvar. Hann rífur örina úr öxlinni en ákveður að hafa hina örina inn í sér til að blæða ekki út. Lúðurinn er beint fyrir ofan hann en ef hann teygir sig upp til að blása í hann fær hann ör í hausinn áður en hann getur svo mikið sem tekið andann. Hinn hermaðurinn liggur dauður í nýmynduðum blóðpolli, en Gatta sér að hann er með járnsverð í slíðrinu og rífur það úr því og lætur sverðið fyrir miðjann hnakkann á sér, það fór ekki fyrir allann hausinn á honum en það var nóg til að örvarnar myndu ekki fara í hausinn á honum heldur brotna á sverðinu. Hann teygir hausinn upp og finnur strax fyrir örvunum skella á sverðinu og heyrir þunnu spýturnar á þeim brotna.
Hann blæs af öllu afli í lúðurinn, hann fleygir sér strax niður aftur. Það byrjar að heyrast kliður í hermönnunum og Gatta heyrði í bardaga, sverðum skella saman og skrímsli gefa frá sér öskur.
Gatta skríður að stiganum og byrjar að klifra niður, en um leið og hann sér undir turninn, sér hann að stauparnir sem að voru að halda turninum uppi voru búnir að fá eldörvar í sig og voru í logum. Hann reyndi að klifra hraðar niður en þegar hann var komin hálfa leið gefur einn staupurinn sig og við þungann sem að hvíldi á hinum staupunum, gáfu þeir sig líka og fimmtán metra hár turninn fellur í áttina sem að stiginn sem að Gatta ríghélt í, var.
Gatta læsti sig við stigann með höndunum…

Framhald seinna…