Garrend gekk að fimm metra hárri hurðinni og reyndi að ýta henni opni með öxlinni, án árangurs.
,,Við getum víst ekki komist hér í gegn.” Segir Maist. ,,Það ættu að vera einhverjir aðrir inngangar.”
Femal segir að þeir ættu að reyna að leita að stiga sem að gengur niður ,,Ef við förum neðar ættum við að komast inn um einhverjar af dyrunum.”
Garrend gengur fyrir framan Maist og Femal í röð en eftir nokkuð langa göngu í gegnum myrk göngin framhjá mörgum furðulegum styttum og merkjum, án þess að sjá vott af því að djöflar hefðu komið þar í gegn, sjá þeir lítinn hringstiga.
,,Allt í lagi förum hér niður.” Segir Femal.
Þeir ganga niður brattann hringstigann og Garrend fyrir framan eins og venjulega.
Þegar þeir koma niður sjá þeir alveg eins göng og hin sem að þeir voru að koma frá.
Er þeir halda áfram að labba sjá þeir loksins eitthvað, mannhá beinagrind með sverð úr ryðguðu stáli kemur hlaupandi að þeim með sverðið á lofti, út úr myrkrinu.
Garrend tekur sverðið úr slíðrinu og sker hausinn af beinagrindinni áður en hún náði að sveifla vopni sínu.
,,Allt í lagi loksins gerist eitthvað af viti.” Segir Femal spenntur.
Strax eftir þessa setningu koma fleiri beinagrindur hlaupandi út úr myrkrinu þeim að óvörum.
Garrend tekur skjöldinn af bakinu og beygir hnén, tilbúinn.
Maist heldur fast um stafinn sinn og beinir honum að beinagrindunum.
Femal tekur upp axirnar sínar af bakinu og heldur á einni í hvorri hendinni og stígur fram til Garrend.
Þegar beinagrindurnar eru komnar nógu nálægt fer Maist með þulu ,,Achme-Talafan!”
Þrjár af beinagrindunum fljúga aftur fyrir sig í fáeinar beinagrindur fyrir bakvið sig en brotna samt ekki.
Hinar beinagrindurnar koma að Garrend og Femal, þeir sveifla báðir vopnum sínum að þeim og við höggin annaðhvort brotna þær eða fleygjast í vegginn og brotna við það.
Garrend slær sverðinu að beinagrindunum um leið og þær komast í færi, og eyðileggur þær flestar.
Femal tekur axirnar og sveiflar þeim lóðrétt og verst undan aumum höggum beinagrindanna.
En ein beinagrindin kemst að Garrend þegar hann er að drepa aðra beinagrind og sveiflar sverði sínu að Garrend sem að sá hana ekki og sker hann, með óbeittu sverði sínu að minnsta kosti tvo sentímetra inn í vöðvann á hægri handleggnum.
,,Achme-Talafan!” Segir Maist áður en beinagrindin náði öðru höggi og fleygir henni í vegginn og mölvar hana.
Garrend öskrar af sársauka, missir sverðið og kastar frá sér skildinum og grípur um handlegginn.
Hann stígur aftur fyrir sig, að reyna að komast frá beinagrindunum en ein þeirra kemst framhjá Femal og reynir að slá Garrend með sverði sínu.
,,Mimna-Rakk!” Beinagrindin snarstoppar og dettur niður lömuð.
Femal stýgur fyrir framan Garrend sem að er furðulostinn yfir því að aum beinagrind náði höggi á hann.
Femal er að berja af beinagrindurnar með hjálp frá Maist sem að stóð fyrir bakvið hann með stafinn á lofti.
Garrend fer upp að vegg og sest niður.
Femal er enn að slást við hópinn af beinagrindunum.
Hann slær eina í hausinn og mölvar hann en samstundis reynir önnur að höggva hann í mjöðmina en hann náði að slá sverð hennar á hliðina og láta hana missa það.
Tvær beinagrindur reyna að stinga hann í brjóstkassann en hann færir sig til hægri og lemur sverðin til hliðar og með hinni exinni, mölvar hann þær með einu höggi.
Hann heldur svona áfram og drepur djöflaskarann með léttu.
Maist og Femal ganga að Garrend og beygja sig niður að honum.
,,Er allt í lagi?” Spyr Femal.
,,Nei! Aum beinagrind náði að taka mig úr umferð.” Svarar Garrend reiður.
Maist réttir honum seyði til að minnka sársaukann.
Garrend stendur upp og yrðir ekki á Femal né Maist og heldur áfram að ganga.
Hann tekur upp sverðið og lætur skjöldinn á bakið á sér.
Eftir langa göngu koma þeir að öðrum stórum dyrum, Garrend reynir að ýta hurðinni opinni en hún haggast bara lítillega.
Femal ýtir með honum og Maist notar þulu til að reyna að ýta hurðinni opinni.
,,Jechma-Feleman!”
Þeir ýta og ýta og loksins dettur hurðin upp, Garrend og Femal detta báðir inn fyrir og falla fram fyrir sig.
Maist gengur inn framhjá þeim og lítur inn fyrir.
Þeir sjá núna stærri göng.
Garrend og Femal standa upp og labba áfram, þeir sjá mikið af beinum og hauskúpum í brotum liggjandi á jörðinni.
En þegar þeir labba áfram blasir við þeim eitthvað sem þeir bjuggust aldrei við að sjá hér.
Tugir dauðra manna, ekki einu sinni farnir að rotna, eru liggjandi í bitum út um öll göngin.
Það eru hausar með opna munna eins og seinustu sársaukafullu öskurin hefðu aldrei þurrkast af andlitinu, fastir á spjótum sem að standa upp úr jörðinni.
,,Þetta eru menn.” Segir Maist. ,,Hvað gerðist hér?”
Garrend, sem að er næstum því búinn að lagast í sárinu af seyði Maist, gengur að einu líkanna og beygir sig niður.
Þessir menn voru drepnir með vopnum sem hann hafði aldrei séð á sinni stuttu ævi
,,Það er eins og það sé búið að rífa þá í sundur með berum höndum.” Segir hann með hræðslutón.
,,Maist væri ekki sniðugt að snúa við? Ég hef ekki mikinn áhuga á því að sjá hver eða réttara sagt hvað gerði þetta.” Segir Femal.
,,Nei, við snúum ekki við núna! Fjársjóðirnir sem að voru sagði vera í þessum göngum… við gætum lifað eins og kóngar það sem eftir lifir Femal.”
Segir Garrend áður en Maist kom að orði.
,,Það er svoldið erfitt að telja peningana með engann haus!” Segir Femal með hækkaðari rödd.
,,Það þarf ekki að vera að við endum eins og þei…”
,,Þegiði báðir tveir!” Segir Maist áður en Garrend gat klárað setninguna.
,,Lítið á þá, þetta eru Grimman leiguliðar, þeir eru ekki beint reyndir stríðsmenn. Við ættum alveg að geta komist hér í gegn án þess að enda dauðir eins og þessir menn.” Segir Maist með pirraðari rödd.
,,Allt í lagi, höldum áfram en ef að við drepumst hér skuldarðu mér gullskilding Garrend.” Segir Femal.