Eftir bardagann haltraði ég til töfralæknisins og lét fjarlægja hnífin og búa um sárið, eftir það fékk ég seyði sem að áttu að hjálpa mér að batna.
Eftir eitt svoleiðis hvarf sársaukinn að mestu og ég tölti niður á höfn og horfði á íbúa Kurast, þessa 70 sem að voru eftir, hreinsa upp eftir blóðugan bardagann.
Það var nóg að gera hjá töfralækninum þennan daginn og hann bað íbúa um að bjóðast til að hjálpa sér.
Flestar fjölskyldur íbúanna sem að særðust hjálpuðu til.
Ég var orðinn svo þreyttur og svangur að ég gat varla haldist uppréttur svo að ég fór að matarskýlinu sem að var langt inn í Kurast og fékk matarskammt sem að var úthlutað á hverja íbúa Kurast.
Þar sem að ég var núna orðinn alkunnugur um Kurast laumaðist Laghnos, maðurinn sem að sér um að úthluta mat, til að gefa mér aðeins stærri skammt.
Eftir matinn fer ég inn í skýlið mitt og leggst niður í beddann og sofna samstundis.
En um nóttina gerðist svolítið sem að ég hafði enga skýringu á.
Mér dreymdi ekki og vaknaði oftar en einu sinni við öskrin í sjálfum mér. Ég komst samt í gegnum nóttina, og hálfpartinn af deginum reyndar líka.
Þegar að ég vaknaði fer ég til Ormus og spyr hann hvort að hann hefði skýringu á þessu en hann hafði enga.
Ég fer til Laghnos og borða mig saddann og fer svo inn í skýlið mitt að lesa úr biblíunni heilögu sem að prestar Zakarum höfðu endurskrifað aldagömlu ritin og frásagnir í.
Ég eyddi mest öllum deginum í að lesa hana.
Það er ótrúlegt hvernig siðirnir höfðu breyst með tímanum.
Á meðal sagnanna og frásagnanna var saga stríðsmanna kirkjunnar Zakarum sögð frá sjónarhorni fólks sem að trúði ekki á Kirkjuna.


,,Á meðan á mið-tólftu öldinni stóð, eftir að Kirkjan af Zakarum hafði fengið gott orðspor og fylgjendur í Austrinu, ákvað kirkjan að sýnirnar af Akarat skyldu vera dreift til restinni af þekkta heiminum til að fá aftur þúsundir fylgjenda sinna. Þannig að Kirkjan valdi hóp af mest trúuðu og áhrifamestu prestum og sendi þá í sendiför til að snúa fólki Vestursins að þeirra trú.

En því miður hafði Kirkjan ekki gert þessa menn tilbúna fyrir erfiði fararinnar og hættum heimsins. Þeir prestar sem að komust af sögðu sögur af vondu veðri, litlum byrgðum, árásum frá ræningjum og jafnvel átökum við hræðileg skrímsli. Til að tryggja að framtíðar sendifarir myndu heppnast, byrjaði Kirkjan að þjálfa heilaga stríðsmenn til að fylgja og passa upp á prestana. Þessir ,,Verndarar Orðsins” reyndust vera miklu áhrifaríkari að snúa frumbyggjum heldur en prestarnir sem að þeir voru ætlaðir að vernda. Að ganga í augun á fólki með hugrekki, öflugum vopnum og bardagahæfileikum var miklu meira sannfærandi en orð gamals, rólegs múnks. En þegar Orðinu hafði verið dreyft til allra helstu borga Vestursins, hurfu ,,Verndarar Orðsins” frá sjón.

Nokkrum áratugum síðar var þörf fyrir þessa heilögu stríðsmenn aftur. Á meðan á sem hæst stóð á Tímum Erfiðleika, byrjaði Kirkjan á annari sendiför til að snúa fólkinu. Í þetta skipti, samt, voru þeir sem að fengjust ekki til að trúa taldir vera hið illa. Zakarum Stofnunin fóru um löndin eins og plága, og lögðu allt í rúst sem að var talið vera andsetið af djöflum eða spillingu. Þeir sem að stóðu fyrir þessu var ný kynslóð stríðsmanna af Zakarum, þekktir sem ,,Hendi Zakarum”. Þessir verndarar réttlætis, lögðu allt í eyði sem að var andsetið hvar sem þeir fundu það.

Í miðjunni af þessari blóðugu herferð, byrjaði uppreisn meðal heilögu stríðsmanna Zakarum. Þessir uppreisnarseggir mótmæltu þessarri nýju aðferð og héldu því fram að þeirra nýa Regla af Stríðsmönnum ætti að vernda þá saklausu, og að þessi Vonda spilling sem þeir börðust gegn var bara sönnun af mistökum forfeðra þeirra. Þeir ákváðu á endanum að fara að berjast gegn sannri upprisu spillingu, Þrenning Bræðranna – Diablo, Baal og Mephisto. Svo að þessir uppreisnarseggir yfirgáfu bræður þeirra af Zakarum og ferðuðust vestur…”

Þessi saga var aftast í Biblíunni…

Eftir að ég var búinn að lesa marga kafla biblíunnar er komið kvöld og sólin alveg farin af himni, ég geng niður að matarskýlinu og fæ matarskammtinn minn og sest niður að borða. Á móti mér sest gamall maður að nafni Hemermephos sem að var örrugglega eldri en 90 ára.
Hann byrjar að tala við mig og kynnir sig:

,,Ég er Hemermephos… ég hef heyrt af þér og þínum hugrökku dáðum, ég hef oft verið að grugga í biblíu Zakarum sem að faðir minn gaf mér, sem að afi hans gaf honum.
Ég hef heyrt að þú getir beytt sverði Ferden… og þar af leiðandi gætir þú beytt því gegn Mephisto, ef að þú kæmist að honum, og ég veit hvernig þú getur komist að hliðinu til helvítis sjálfs.”
Segir hann með hárri röddu og heldur svo áfram.
,,Þú þarft fjóra hluti sem að eru dreifðir um allt Kehjistan, regnskóginn utanum Kurast.
Þú þarft auga Khalim til að sjá leiðina til Mephisto, heila Khalim til að kunna leiðina að Mephisto, hjarta Khalim til að fá hugrekki til að fara leiðina og að lokum þarftu sleggju Khalim til að brjóta Knýjandi Hnöttinn við inngang Varðhald Haturs.
Öllu þessu þarftu að leita að í hellum Kehjistan og göngum yfirgefnu bæjunum af Kurast.”

Ég svara ekki og maðurinn bíður ekki eftir svari og byrjar að borða og tekur augun af mér.
Ég byrja að borða líka, eftir matinn geng ég að Ormus og spyr hann hvort að það sé eitthvað vit í því sem að maðurinn var að segja.
Hann segir að maðurinn sé ekki að bulla með að maður að nafni Khalim hafi verið til og að hann hafi verið mikill stríðs- og fræðimaður en hvort að þetta hjálpi mér við að finna leiðina að Mephisto veit hann ekki.
Vikurnar liðu og ekkert gerðist, engir djöflar gerðu árás á Kurast.
Eftir nokkrar vikur er Ashearu batnað að mestu og getur gengið og talað eins og venjulegt fólk.
Ég hafði eytt mörgum dögum í það að hugsa út í það sem að Hemermephos sagði en hafði ekkert heyrt frá honum aftur.
Með mjög mikinn efa í huga ákveð ég að ráða nokkra af JárnÚlfum Ashearu til að fara með mér um Kehjistan og leita að þessum göngum og hellum en ég segi ekki Ashearu afhverju ég vildi ráða þá.
Svo gerumst við tilbúnir, ég og þessir sex sem að ég réð, og leggjum af stað út í Kehjistan.
Ég ákvað að við ættum að forðast að slást við skrímsli og djöfla eins mikið og við gátum, og það gátum við að mestu fyrir utan örfáa litla djöfla sem að voru hlaupandi um skóginn.
Eftir margra daga göngu, með smá svefn af og til upp í trjám í felum, komum við að yfirgefnum og rústuðum að mestu, bæ. Það voru engir djöflar eða skrímsli þarna svo að við gengum um bæinn og skoðuðum okkur um, ég sá einhverjar falldyr nálægt einu húsanna og geng að henni og opna.
Það fljúga lítil svartvængjuð ógeð upp úr því um leið og ég opna það.
Ég kalla á restina af leiguliðunum og við förum allir ofan í göngin.
Að fyrstu eru þetta mjög þröng göng en svo byrja þau að stækka þangað til að þau verða risastór en samt að mestu leyti tóm.
Maður getur varla séð í þeim svo að við tókum kyndla af standi þarna og kveiktum á þeim en það var ekki nóg af þeim svo að ég og tveir aðrir þurftum að vera kyndlalausir.
Eftir nokkra tíma göngu um göngin vorum við flestir búnir að gefast upp á þessu og ætluðum að snúa við en ákveðum samt að halda smá áfram í smá tíma.
Þegar við loksins gefumst upp og ætlum að snúa við standa fyrir framan okkur helling af forljótum kvikindum sem líta helst út eins og dauðir rotnandi menn, þau voru svo mörg að þau fylltu út hellinn.
Þau byrja að aða að okkur í blindni og detta mörg þeirra niður á leiðinni og verða trömpuð niður af hinum.
Við lyftum allir sverðum á loft og leiguliðarnir byrja að taka lítil skref aftur á bak, ég gat séð óttann í augum þeirra.
Ég tek upp sverðið úr hulstrinu og það byrjar að brenna.
Það voru svo mörg skrímsli að ég hálfvissi að við ættum eftir að falla undan þeim.
Ég verð hræddari en ég hef nokkru sinni orðið.
Þegar skrímslin eru innan við þrjá metra frá okkur byrjar sverðið að brenna svo mikið að það stækkar eldurinn utan um það og verður stærri og stærri, sverðið er orðið heitara í höndum mér.