En áður en ég gat lokað augunum hleypur einn manna Asheara inn til mín og segir að nokkrir djöflanna hefðu getað brotist í gegnum galdrana sem að Hratli lagði yfir Kurast og væru að ráðast á fólkið.
Ég fleygist upp og tek upp sverð Ferden og hleyp út úr skýlinu. Ég kalla á nokkra af hermönnunum sem að voru að hvíla sig inn í skýlunum sem menn Ashearu fengu þegar þeir komu hingað til að hjálpa. Við hlaupum allir að innganginum og sjáum þar yfir 30 djöfla að slátra fólki Kurast. En þetta voru ekki litlu djöflarnir sem að við höfðum verið að slást við áður heldur voru þetta djöflar á stærð við mig með stórar þráðbeittar glansandi exir.
Þeir slátruðu fólki Kurast eins og ekkert væri og þeir voru allir álíka góðir bardagamenn og menn Ashearu. Þeir voru einnig fleiri þannig að við vissum að við ættum eftir að tapa.
En áður en ég gat vaðið inn í hópinn af djöflunum byrjar sverðið mitt að glóa og hristast. Það verður svo heitt ég gat ekki haldið á því og missi það í jörðina, svo lít ég á það á jörðinni og það blossar stór og mikill eldur á því en skaftið er ekki brennandi ég reyni að snerta sverðið aftur og það er jökulkalt á skaftinu. Ég tek það upp og veð inn í hópinn af djöflunum.
Djöflarnir voru búnir að drepa eða særa flesta af mönnum Asheara og aðeins örfáir djöflanna voru dauðir. En þegar þeir sjá mig hlaupandi í átt að þeim skelfa þeir af ótta og þeir hætta allir að berjast.
Menn Ashearu voru líka undrandi og hættu að berjast og allir gáptu á mig með undrunarsvip. Ég hætti að hlaupa og lít á sverðið sem að var brennandi í lófum mér. Ég tek aftur á rás og hegg að einum djöflunum og hann reynir að verjast með exinni en ég næ að slá hann í höfuðið áður en hann nær að koma exinni upp. Núna ráðast allir djöflarnir á mig. Ég tek sverðið á loft og þegar djöflarnir höggva með öxum sínum að mér slæ ég axirnar í burtu með sverðinu, sverðið sker í gegnum stál axir þeirra og þær detta í tvennt. Ég sveifla því aftur af öllu afli að djöflunum sem að reyndu að verja sig, árángurslaust, og hegg þá í tvennt. Þegar sverð mitt hitti þá var það eins og að berja í autt loftið, ég þurfti ekkert að reyna á mig. Fleiri djöflar ráðast á mig en ég ver mig og slæ þá líka í tvennt auðveldlega. Restin af djöflunum reyna að flýja og gefa frá sér mikil hræðslu hróp. Enginn elti þá. Ég stóð ennþá stjarfur, undrandi yfir þessu sverði.
Ég sé að Ormus gengur að mér með stafinn sinn. Ég labba á móti honum og áður en ég gat sagt orð segir Ormus:
Þú býrð yfir mætti ljóssins og þar af leiðandi getur þú beitt sverði Ferden eins og Ferden sjálfur bara gat. Ferden var ekki bara máttugur galdramaður heldur einnig einn máttugasti meðlimur af heilögu reglu Zakarum.Lljósið er sterkt hjá þér. Sterkara en hjá nokkrum öðrum. Sverðið brennur þegar það finnur fyrir ótta hjá þeim sem ber það. Hvíldu þig nú, djöflarnir koma líklegast ekki aftur í bráð án liðsauka.
Ég labba aftur inn í skýlið mitt ennþá svoldið furðulostinn, en allt í einu hætti sverðið að brenna og varð aftur gyllt á lit eins og það hafði áður verið.
Daginn eftir vakna ég við sólarupprás og stíg fram úr beddanum. Maður getur reyndar ekki séð nema vott af sólinni útaf spillingu Mephisto, en hún er samt jafn falleg og nokkru sinni.
Þegar ég er klæddur labba ég út úr skýlinu og fer í smá göngutúr um bæinn og hitti á Hratli að tala við einhvern mann sem hafði útlit sjóræningja.
Þegar Hratli er búinn að tala við hann geng ég upp að honum og spyr hver þetta væri. Hann segir að þetta sé Meshif sem að siglir hingað reglulega með mat og föt frá Lut Gholein.
Hann segir að höfðinginn þar, Jerhyn, sé góður vinur hans og að hann og faðir hans hafi þekkst langt aftur í tímann.
Ég geng að skipinu og fylgist með mönnum Meshif taka farminn af skipinu.
Meshif var mjög fölleitur maður, reyndar voru allir skipverjar á skipinu hans þónokkuð fölleitir, ég spyr Meshif afhverju þeir eru svona þreytulegir og hann gefur mér þá skýriningu að þeir hafi verið að vinna of mikið undanfarið og að sólin sé að mestu horfin af himni útaf spillingu Mephisto.
Ég geng áfram um Kurast en ákveð svo að spyrja hvort að Hratli gæti ekki lagað skjöldinn minn sem að var næstum því dottinn í sundur af árásum djöflanna.
Á meðan hann lagar skjöld minn spyr ég hann afherju menn Meshif væru búnir að vinna svona mikið undanfarið, en hann segir að þeir hafi ekki komið hingað í nokkra mánuði.
Það væru önnur skip sem að hefðu komið með byrgðir undanfarið.
Ég átta mig á því að Meshif var að ljúga og spyr Hratli afhverju Meshif myndi ljúga um svona lagað.
Hratli segist ekki vita afhverju Meshif myndi segja þetta.
Núna átta ég mig á að víst að Meshif var að ljúga um þetta gæti hann hafi logið um hina hlutina sem að hann sagði við mig.
Ég spyr líka hvort að sólin sé horfin af himni einhversstaðar annarstaðar en í Kurast eins og í Lut Gholein, en hann segir að sólin skíni allan daginn í Lut Gholein og að meirihluti Lut Gholein væri eyðni með engu nema sandi og einstaka oddatrjám.
Eftir að skjöldurinn minn er tilbúinn geng ég í burtu og aftur að höfninni að skoða mig um.
Meshif og menn hans eru að draga niður seglin og afferma skipið.
Ég labba að skipinu og horfi á.
Meshif labbar svo inn í bæinn og ég elti hann í fjarlægð, hann byrjar að tala við aldraðann mann að nafni Kegna sem var gamall spekingur sem að kom til Kurast fyrir 20 árum, áður en að því var spillt, og var búinn að setjast hér vel að.
Hann stjórnaði flestu hérna í Kurast og sér um að kaupa byrgðir og ráða leiguliða, eins og Asheara, til að gæta Kurast.
Ég sé þá labba saman að höfninni aftur.
Ég ákveð að skipta mér ekki af og fer að gæta að hvernig Asheara er.
Hún er ennþá mjög meidd á höfði og getur varla hreyft sig.
Töfralæknirinn sem að var að sinna henni sagði að hún ætti að geta farið að hreyfa sig eftir nokkrar vikur en þangað til verður hún að vita máttlaus.
Höggið á höfuð hennar var svo mikið að hún getur varla talað.
Hver gæti núna stjórnað JárnÚlfunum, mönnum hennar hugsa ég með mér með áhyggjum.
En ég gleymi öllu um það um leið og ég heyri ógurlegt öskur koma frá höfninni.
Ég hleyp strax niður að höfn og sé þar að Meshif og menn hans eru að ráðast á fólk Kurast.
Augin í þeim voru orðin hvít, engir augasteinar sáust.
Ég hleyp strax aftur inn í skýlið mitt eins hratt og mögulegt var og gerist vígbúinn.
Þegar ég kem aftur að höfninni voru margir af mönnum Ashearu að reyna að verjast Meshif og hans mönnum.
Ég hleyp að þeim með sverðið á lofti og það byrjar að loga og þegar Meshif sér mig bakkar hann frá JárnÚlfinum sem að hann var að berjast við og tekur sverðið á loft og hleypur á móti mér og gefur frá sér hávært stríðsöskur. Þegar við mætumst sveifla ég sverði mínu af öllu afli á móti Meshif.
Hann reynir að verjast en logandi sverðið mitt sker án erfiðleik sverð hans í tvo bita.
Hann tekur upp lítinn hníf úr hulstri í belt sínu, ég reyni að slá hann aftur en hann beygir sig undan högginu og reynir að stinga hnífnum í mig.
Ég reyni að láta skjöldinn fyrir en hann hreyfði sig of hratt, hnífurinn skar í gegnum brynjuna mína og inn í brjóstkassann á mér.
Ég öskra eins og dauðinn sjálfur væri að koma að sækja mig og lem hendi Meshifs frá mér en hnífurinn er ennþá fastur í mér.
Ég féll aftur fyrir mig og missi skjöldinn og sverðið, eldurinn á sverðinu slökknaði, og ég gríp um sárið.
Meshif tekur upp sverð einna af dauðu manna Ashearu og reynir að stinga mig en ég lem á hlið sverðsins og það stings í jörðina við hlið mér.
Ég gríp í hendi Meshifs sem að hélt í sverðið og sparka í magann á honum.
Ég held ennþá í hendina á honum en hann kýlir mig í andlitið með hinni hendinni. Ég sparka af öllu afli í fótinn á honum sem að verður til þess að hann fellur ofan á mig en hann fer ekki ofan á hnífinn fastann í brjóstkassa mínum, en rétt við hlið hans.
Hann reynir að grípa um hnífinn en ég slæ hendi hans frá og kýli hann í mjöðmina og gríp með hinni hendinni, sem að þurfti ekki lengur að halda í sverðið sem að stóð upprétt upp úr jörðinni, utanum hann og rúlla honum af mér.
Ég reisi mig upp og reyni að harka af mér óbærilegan sársaukann.
Meshif stendur líka upp og ræðst að mér.
Ég lít snögglega að hinum JárnÚlfunum og sé að þeir eru næstum búnir að yfirbuga menn Meshif en Meshif lítur ekki undan heldur hleypur beint á mig og reynir að fella mig en ég gríp um axlir hans og sveifla honum frá mér og fer með fótinn fyrir fætur hans og hann fellur niður á bakið og missir andann.
Á meðan hann er ennþá að reyna að ná andanum ríf ég sverðið upp úr jörðinni.
Ég hleyp að honum og rek sverðið í gegnum brjóstkassann á honum á hjartastað.
Hann deyr samstundis en er hann deyr sé ég bláann anda fara út um galopinn munn hans og hverfa smátt og smátt.
Ég sé að það er vottur af lífi ennþá í Meshif núna og beygi mig niður og styð mig við jörðina og er enn í sárum kvölum.
Ég heyri lágt hvísl koma úr munni hans: ,,Fyr..irgefð…u mé…r”.
Hann tekur djúpan anda sem að var hans seinasti og upprétta höfuð hans féll niður á jörðina.
Ég lít til hliðar og sé að hinir skipverjar hans eru dauðir líka.
Ég og restin af mönnum Ashearu berum líkin að skipi Meshifs og látum þau um borð.
Við kveikjum eld í skipinu og sleppum landfestum og leyfum því að reka burt brennandi.
Framhald seinna…