Ég var á leiðinni að heilaga musterinu Samari að hitta bræður mína af heilögu reglunni Zakarum er ég villtist af leið inn í myrkan skóg. Ég var búinn að ganga í gegnum skógana í marga daga, ég hitti fáein ólýsanleg skrímsli. Það voru litlir djöflar sem að hreyfðu sig sneggri en sverð mitt gat huggið.
En eftir nokkra daga kom ég að úrhraki af bæ. Hitti ég þar mann að nafni Ormus, Ormus segir mér að djöfullinn Mephisto væri að leggja Kurast í rúst. Og útskýrir hann fyrir mér að galdramaðurinn og smiðurinn Hratli hefði lagt öfluga galdra yfir Kurast til að halda restinni af djöflunum í burtu frá Kurast.
Ég geng í burtu, og byrja að labba um bæinn og hitti fáklædda konu að nafni Asheara haldandi á bakka. Ég byrja að tala við þessa konu og hún segir mér að hún að hún hafi verið ráðin til að gæta Kurast en útskýrir að hún og mannskapur hennar væru fáliðuð eftir að hafa þurft að berjast við endalausa skara djöfla Mephisto. Hún segir að ég hafi útlit stríðsmanns og að hún myndi glaðlega þyggja hvaða hjálp sem að ég gæti veitt.
Ég bíðst til að hjálpa þar sem að ég hef skyldu til að gæta þeirra saklausu. Eftir nokkra daga kemur skip að höfninni í þessu skipi eru matur og föt fyrir fáu íbúana sem að voru eftir í Kurast sem að höfðu ekki fallið í barátunni á móti hinu Illa.
Og fáeinum dögum seinna segir Asheara mér að djöflar hefðu náð mönnum sem að hún sendi til að berjast gegn djöflunum. 20 menn hennar gera sig vígbúna þar á meðal hún og hún segir að hún þyrfti mína hjálp. Ég fer í skýlið sem að ég átti að búa í og sæki þar glansandi sverð mitt og heilagan skjöld minn og gerist vígbúinn.
Við löbbum lengi í gegnum skógana og þurftum að berjast við marga af djöflunum sem að voru búnir að taka yfir skóginn eftir margar baráttur voru aðeins 13 menn eftir og 5 þeirra illa særðir.
En loksins komum við að stórum rústum af bæ þar sem að við sjáum stærra skrímsli en ég hef nokkurn tímann barist við. Það var að minnsta kosti 20 metra að hæð ef ekki meira. Það var eins og gamalt tré, lifandi tré. Það var djöflaskari allt í kringum það. En við sjáum þar fyrir bakvið stórt búr gert úr steinum og tréum rifnum upp með rótum. Við gátum ekki séð nóg til að staðfesta að þarna voru menn Ashearu en við ákveðum að ráðast á skrímslin samt.
Allir menn Ashearu hlaupa inn í djöfla hópana og skjóta ískúlum úr sverðum sínum. Ég féll um stein áður en ég komst nógu nálægt en ég stend strax aftur upp og veð inn í djöflana. Það var lítill hópur af litlu djöflunum sem að ég sá á leið minni til Kurast. Ég hleyp að þeim eins hratt og ég get með sverðið á loft og þegar ég kem að þeim sveifla ég sverði mínu af öllu afli og hegg hausinn af einum djöflanna en áður en ég gat svo mikið sem hreyft hendina hoppar einn þeirra á mig og tekur mig niður, hann reynir að skera mig í andlitið en ég næ að hreyfa hausinn nóg til að þetta skeri bara smá í eyrað á mér ég tek hann samstundis af mér með skildinum mínum. En um leið reynir einn þeirra að hoppa á mig en hann hoppar of hátt, nóg til ég geti beint sverðsoddinum mínum að staðnum þar sem hann ætlaði að lenda og sker hann í gegn. Ég reisi mig upp en þá sé ég risastóra tréhendi trédjöfulsins á leiðinni að kremja mig. Ég hoppa strax frá en lendi á bakinu. Hann reynir aftur að kremja mig. En ég rúlla mér frá. En áður en hann reyndi aftur beindist athygli hans að Ashearu sem að var að skjóta í hann með örvum. Hann gengur í burtu frá mér, með hverju fóttaki hans hristist jörðin. Ég reisti mig aftur upp og sé að einn af mönnum Ashearu er liggjandi á bakinu að reyna að berja djöflana frá sér sem að hoppuðu endalaust að honum. Ég hleyp að honum en áður en ég komst til hans. Er hann stunginn í gegn af einum djöflanna. Ég held samt áfram í átt til hans en áður en ég komst að honum var ég felldur af djöflunum sem að hrúguðust á mig, en ég hafði skjöldinn fyrir flestum þeirra og barði rest hinna í burtu með sverðinu mínu. Ég sting þá flesta í gegn en suma þeirra hegg ég í tvennt um mittismálið. Ég sé að flestir menn Ashearu eru dánir en hún er enn á lífi og er að forðast högg tréskrímslins. Ég get ekki hjálpað henni þar sem að það eru tugir litla djöfla að hlaupa í átt að mér, ég reisi sverð mitt og skjöld og er viðbúinn. Þeir hoppa allir í einu að mér en ég færi mig til vinstri og þeir lenda á jörðinni við hliðina á mér, ég hegg í átt að þeim, þar sem þeir eru grannir og litlir fer sverð mitt án erfiðleika í gegnum þá flesta en hinir hoppa að mér og reyna að skera mig í andlitið. Ég læt skjöldinn fyrir andlitið og þeir skella á því allir sem einn og vankast við það og lenda á bakinu á jörðinni, þar sem að ég skera rest þeirra í tvennt.
Núna er bara Asheara og 3 menn hennar eftir og allir að berjast við tré skrímslið sem að haggast ekki við ísboltana sem að þeir skjóta að honum. En ég hleyp að honum og reyni að höggva hann með sverði mínu en það fer varla meira en sentímeter inn í harða yfirborð hans. En þetta verður til þess að hann sveiflar tréhendinni að mér en ég beygji mig og kemst undan högginu. En samstundis sé ég Ashearu taka upp gyllt sverð af standi sem að hafði verið þarna á meðan á baráttunni stóð. Standið var áletrað “Heilagt sverð Ferden”. Hún sveiflar sverðinu að stóra tréskrímslinu og heggur annan fótinn af því en áður en að hún nær að taka hausinn af því sveiflar það hend sinni að henni og lemur hana á stórt tré af miklu afli. Ég hleyp að henni og tala við hana en hún svarar ekki. Ég tek upp sverð hennar og hleyp að skrímslinu. Það reynir að slá mig en ég verst með sverðinu sem að tekur hendina, sem að það reyndi að slá mig með, af síðan rek ég sverðið í gegnum stóran tréhaus þess og við það hættir hann að hreyfa sig og dettur aftan á bakið með miklum látum og jarðskjálftum.
Ég fer að stóra trébúrinu og lít inn í það. Þar sé ég hermenn Ashearu alla dauða liggjandi í blóðpolli. Blóðið er ekki þornað enn sem að þýðir að þeir voru nýlega drepnir.
Ég og restin af mönnum Ashearu berum hana langa leið aftur til Kurast. Við vorum allir dauðþreyttir og svangir. Ég fer á tal við Ormus með sverðið Ferden og spyr hann um það. Hann segir mér að þetta sé sverð heilags manns að nafni Ferden sem að var einn máttugasti galdramaður allra tíma og að sverðið gæti skorið í gegnum stein. Ég fer með sverðið inn í skýlið mitt og hvíli mig.

Framhald seinna…

Þeir sem að vilja framhald segji til.