Ég keypti mér Warcraft þrjú í fyrrasumar(já ég var seinn að kaupa hann) og byrjaði strax að spila hann. Þá var ég ekki kominn með ADSL og hafði þessvegna ekki prófað að spila hann online.
Síðan þegar ég er búinn að fá ADSL ákveð ég að testa þetta, allir eru búnir að segja að þetta sé algjör snilld.
Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera þannig ég prófaði bara venjulegan leik. Grúttapa náttúrulega í því(duh) þannig ég prófa þetta “Custom Game”, mér hafði verið sagt að Tower Defence sem var víst þar væri mjög skemmtilegt. Ég fer í eitthvað Tower Defence og kemst að því, mér til mikillar undrunar, að þetta væri skemmtilegt.
Í jólfríinu var ég að spila þetta fram eftir nótt, þ.e.a.s. var “hooked”,
Nú er þessi Warcraft III Battle.Net notkun mín aðeins búin að minnka en ég sakna þess alltaf að vera ekki í þessu(ég fer samt stundum í leikinn)
Eina sem ég er ekki nógu sáttur við er það að það er enginn íslenskur warcraft III server(sem ég veit af) hér á landi.
Það væri nokkuð flott ef að hugi.is mundi setja upp server(ef það er ekki til fyrir)af því að það re í fyrsta lagi ódýrara(ókeypis fyrir mig:D)og maður kynnist líka fleiri íslenskum Warcraft III spilurum

Kveðja
Kiddiarni