Eftir svoltið frí er þessi partur tilbúin, njótið vel.



Mér var hálf illa við það en Ternes heimtaði að ég segði honum hvað ég hafði verið að gera síðan við sáumst síðast fyrir sex árum. En ég hafði svosem ekkert að fela og það var tveggja tíma gangur til baka í búðirnar þannig að ég sagði honum frá flestu.
Hann var býsna áhugasamur um það sem ég hafði að segja því að hann sagðist ekkert hafa gert síðan hann kláraði skólann hjá Jafar nema að æfa sig með Týr og þessum sem voru dauðir. Mér fannst skrítið að hann nefndi þá aldrei á nafn, sennilega hefur hann verið náin þeim og hann ekki viljað hugsa um þá sem að útskírði ákafa hans í að fá að hlusta á mig.
Ég sagði honum frá kennslunni hjá Virgin, fyrsta sigri mínum í eyðimörkinni og hvernig mér hefði gengið að berjast við einhverjar fenjaskepnur sem ég vildi gleyma sem fyrst því mér líkar ekki við fen.
Þegar ég hugsaði um það hafði ég ekkert afrekað á ævinni nema að vera besti nemandi Virgins.
Ternas var hinsvegar bara lítilátur. Hann hafði sigrað tugi djöfla og skepna sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til.

Þegar við komum til búða systranna ákvað ég að fara til Aköru og segja henni hvað hafði gerst. Henni var mjög létt að vita af því að hellirinn væri öruggur og leifði mér að halda því sem ég hafði fundið þar og lofaði mér því að hún mundilækna mig í hvert sinn sem ég kæmi til hennar særður.
Ternas hafði ekki fengið tíma til að skoða sig um í búðunum áður en hann og hinir paladinarnir höfðu lagt af stað að hellinum svo að hann vildi skoða sig um.
Hann fór fyrst til Charsi og bað hana um að laga brynjuna sína sem var lýttilega beygluð. Ég kom til hans þegar Charsi var að meta tjónið og sagði að við gætum skoðað búðirnar meðan Charsi lagaði brynjuna.
Við hittum Warriv við eldinn og meðan þeir Ternes spjölluðu litaðist ég um eftir þessari Kashyu til þess að gá hvort hún væri farin að treysta mér. En ég fann hana hvergi svo að ég snéri aftur að eldinum þar sem Warriv var að sína Ternas einhverja bók um margskonar kvikindi sem þyrfti að varast.
“Ég hef ekki séð þetta áður”,sagði Ternes og benti á mynd af einhverskonar nautum sem gengu á afturfótunum og báru stórar axir.
“ Hvað kallast þessir djöflar?” spurði hann Warriv.
“Ég er ekki viss en ég skal gá hvort að ég finn ekki eitthvað um þá í hinum bókunum mínum.” Svaraði Warrin sem hafði augljóslega gaman af því að geta kennt Ternes eitthvað.
“Einmitt það sem ég þurfti, meira af upplýsingum um djöfla sem að þú munt æpa á mig meðan ég hegg þá í spað.” Sagði ég við Ternas og reyndi að breyta gremjunni í kaldhæðni.
“Þú yrðir ekkert fúll ef ég mundi segja þér hvar þeir eru veikasti fyrir höggum.” Sagði Ternes og glotti.
Það var svosem rétt að ég hefði ekkert á móti þeirri vitneskju, en ég ætlaði ekki að viðurkenna það
Ternes vildi endilega fá að hitta Gheed þrátt fyrir að ég segð honum að sá maður svyfist einskis fyrir smá gróða.
“Sæll vertu, hetja. Ég heiti Gheed og ég er viss um að ég verð besti vinur þinn í þessum bölvuðu búðum. Ég er sölumaður og er búin að vera fastur hér í 2 vikur. Ég versla með hvað sem er, svo lengi sem ég hef eitthvað upp úr því og allt sem ég sel kemur með tveggja daga tryggingu”.
Þetta var nákvæmlega það sama og hann hafði sagt við mig í gær og sami smeðju svipurinn var á honum þegar Ternes bað um að fá að skoða það sem hann hafði að selja varð til þess að mér varð hálf óglat.
Eftir smá stund fann Ternes hring sem að var undarlega giltur. Ternes sem alltaf vildi vera með galdrahringi á sér keypti hann og örugglega fyrir morðfjár því að hann var lengi að telja fram peninga til að borga.
En þegar hann seti á sig hryngin nokkrum mínútum síðar gerðist ekkert, engin galdravirkni. Þessi hringur var bara venjulegur trúlofunar hringur en ekki bardaga hringur eins og Gheed hafði sagt.
Við Ternes gengum til baka og ætluðum að fá endurgreiðslu með öllum tiltækum ráðum, en mig grunaði að það yrði ekki auðvelt.
“Endurgreiðslu! Kemur ekki til greina” æpti Gheed þegar Ternes hafði Sagt honum að hringurinn væti bara drasl án galdra eiginleika.
“Ég sagði aldrei að þessi hringur hefði nokkra sérstaka hæfileika og að krefja mig um endurgreiðslu er fáránlegt!”
“Þú sagðir sjálfur að allar þínar vörur kæmu með tveggja daga tryggingu,” sagði Ternes og var langt því frá æstur.
“Tryggingu já en er hringurinn brotin eða skemmdur?”.” Þessi hringur er í sama ástandi og þegar ég seldi þér hann fyrir fimm mínútum og þar af leiðandi ber mér engin skilda til þess að endurgreiða þér.”
“Þú tókst það skírt fram að þetta væri bardaga hringur,” sagði Ternes og var farin að vera pirraður.
“Og það er alveg satt, það væri mun auðveldara aðhöggva af þér fingurinn ef þú værir ekki með þennan hring” sagði Gheed og það var farið að vera augljóst að hann hafði leikið þetta bragð áður.
Ternes var ákaflega miður sín vegna þess að hafa látið Gheed leika svona á sig og var ákveðin að ná fram hemdum ef að hann fengi færi á því.

Við settumst við eldinn og ræddum bardaga tækni, ég hafði verið að æfa mig í því að leggja sem mestan þunga í höggin sem að sá til þess að flesti óvinir ættu að hrökkva aftur um tvo metra eða svo. En þar sem Ternes er sannur paladin fór hann að sína mér hvernig best væri að sveifla báðum vopnunum nánast samtímis svo hrat að þau mundu ganga langt inn í hvað skepnu sem er.
Við vorum búnir að sitja þarna nokkra stund þegar Kashya kom skildilega í gegnum eitthvað sem virtist vera einhverskona fjarhlið.
“Ég var að koma frá einum af vörðum mínum sem heldur sig rétt hjá kirkjugarði okkar. Það lítur út fyrir að Blóðrefur sem var ein okkar besta skytta sé að vekja upp hina föllnu systur okkar sem uppvakninga og beinagrindur.” ”Ef að þið eruð í alvoru bandamenn okkar þá bið ég ykkur að fara og stöðva hana.”
Ég leit á Ternes sem var að sjálfsögðu fullur ákafa að fá að hjálpa konu í nauð svo að ég umlaði eitthvað um að við mundum gera allt sem við gætum.

Við héldum af stað snemma um morguninn í átt að kirkjugarðinum sem var í um þriggja tíma göngufæri frá búðunum. Við gátum ekki notað þetta fjarhlið því að við höfðu aldrei komið á staðin sem við ætluðum á. Við fórum eftir veginum til þess að villast ekki.
Kashya var í óða önn að skipuleggja búðirnar undir árás sem var í vændum svo að við fengum enga aðstoð frá systrunum.
Það var undarlega kyrrt á veginum, ekki nokkur púki sjáanlegur sem að fullvissaði okkur um að við hefðum staðið okkur vel í hellinum.
Eftir rúman tveggja tíma gang hittum við eina af njósnurum systranna sem var í léttum bardaga við einhverjar hálfmenskar verur og þegar hún drap þær gufaði eitthvað upp úr þeim sem gerði þær enn óhugnanlegri.
“Hvað í ósköpunum var þetta,” sagði Ternes þegar báðar verurnar voru dauðar.
“Spilltar systur” sagði njósnarin með viðbjóð í rördyni. “Andariel hefur spillt meirihluta þeirra.”
“En þetta sem stígur upp úr þeim þegar þær eru drepnar?” spurði Ternes með áhuga.
“Þetta eru sálir systra okkar sem öðlast frið þegar við losum þær úr þessu formi.”
Það fór hrollur um mig, spilltar af Andariel. Það hljómaði eins og talsverð ógn og þær voru víst margar.
Við héldum áfram með mun meyri varkárni en áður og ekki leið á löngu þar til við rákumst á sex spiltar systur með spjót.
Þær æddu í okkur og ætluðu að gera út af við okkur strax en þá rifjuðust með mér orð Virgins.
“”Aðein barberion getur hlaupið á fullri ferð í bardaga og haldið lífi. Ef einhver sem ekki er barberion hleypur í þig þá er það annað hvort viðvaningur eða mjög skinsamur andstæðingur sem er að reina að hræða þig. En ef að þú sínir engin merki um ótta mun hann stoppa eða deyja.””
Ég sló létt í öxlina á Ternes og skipaði honum að sýna engin merki um ótta. Hann hlýddi og eins og Virgin hafði sagt þá stoppa viðvaningar ekki.
Einn af systrunum hljóp áfram og ætlaði að stinga Ternes í bringuna með spjótinu en hann vék sér auðveldlega undan, sneri sér og hjó með sverðinu í síðuna á spilltu systurinni og ég lauk verkinu með því að höggva með öxinni í höfuðið á henni.
En hinar voru snjallar, þær mynduðu hálfhring fyrir framan okkur og nálguðust hægt.
Sex á móti tveim, ekki góð staða en það hvarflaði ekki að mér að við mundum tapa.
Við bökkuðum hægt, ég vonaði að þær mundu mynda heilan hring svo að við gætum snúið bökum saman en þær voru bísna snjallar.
Sú sem var lengst til hægri lagði fyrst til okkar en ég sló með sverðinu í vinstri hendi í spjótið og lagði svo til hennar með öxinni. Rautt blóð lag út úr grunnu sár á maganum og hún hörfaði meðan sú sem var lengst til vinstri lagði til Ternesar sem var ekki snjallt.
Ternes hafði alltaf dáðst svolítið að því hvernig ég barðist og notfærði sér það sem hann hafði lært af mér.
Hann varðist högginu með skildinum og hjó í síðuna á systurinni, snéri sér til hægri og hjó í höfuðið á þeirri sem var við hlið hennar. Skyndilega vorum við tveir gegn fjórum en þó var smá vandamál. Nú snéru þær bökum saman og við vorum aðskildir. Nú varða að hugsa.
Systurnar virtust ekki ver neitt ánægðar með þetta heldur því að þær réðust strax á okkur. Ég fékk tvö spjót æðandi í áttina að kviðnum og var heppin að ná að víkja mér undan en það sama var ekki að segja um Ternes. Hann varðist einu spjótinu með skildinum en fékk annað í hægri löppina.
“Einhverjar hugmyndir Troy” sagði hann án þess að sína nokkur merki um kvöl sem þó hlaut að vera til staðar. Og ég var með hugmynd.
Ég fleygði sverðinu í höfuðið á systurinni sem var hægramegin svo að hún stein lá og nánast samstundis hafði ég slegið aðra með öxinni og nú var staðan jöfn tveir á móti tveim.
Systurnar sem eftir voru urðu steinhissa á þessu og sneru bökum saman og ætluðu ekki að gefa færi á sér. Ég tók sverðið upp en þorði ekki að kasta því að þær mundu örugglega búast við því. Við fórum að mjaka okkur í hringi til þess að gera þær óöruggar og Ternes gat fengið sér sopa af blóðvökva (heling posion) svo að sárið á löppinni fór að gróa.
“Heppilegt að skjöldurinn er festur á handlegin á mér,” sagði Ternes með smá monti því að hann var einn af fáum sem höfðu vit á þessu.
“En hvað með þessa stórkolslegu paladin brögð sem þú talar svo mikið um,” sagði ég því að ég var viss um að hann hefði eitthvað í huga.
“Já ég er að fara að bjarga þessu,” sagði hann með uppgerðar rósemi.
Hann slakaði ögn á og eftir tíu sekúndur var sem hann væri að brenna. Hann var að nota heilagan eld, eitt af fáum paladin brögðum sem ég hefði viljað geta framkvæmt. Sverðið hans var rauðgróandi en ég vissi að hann fyndi ekki fyrir því og skyndilega var eins og einhver hafði kastað littlum eldkúlu í systurnar. Þeim brá talsvert og fóru að skima eftir þeim sem hafði gert þetta en þá réðumst við að þeim.
Ternes hjó snökt í fótinn á annarri systurinni svo að login á sverðinu gaf henni brunasár á allan leggin en ég var hinsvegar ekkert að særa þær.
Ég notaði bragðið sem ég hafði notað gegn Tir í skólanum hjá Virgin. Ég gaf systurinni færi á mér sem að hún tók og ætlaði að reka mig á hol en ég sló spjótið til hliðar og braut það með exinni.
Nú var önnur óvopnuð og hin varla bardagafær og til þess að gera þetta sem dásamlegast þá fengu þær smá eld árásir á tíu sekúnda fresti.
Þær voru sigraðar og vissu það en þær ætluðu ekki að gefast upp. Þær snérust báðar gegn mér samtímis án nokkurs merki um að hafa undirbúið það, sú vopnaða stakk spjótinu í vinstri öxlina á mér og hin kýldi mig í kjálkann svo fast að hann brotnaði. Ternes hjó fyrst höfuðið af þeirri vopnuðu og síðan af þeirri óvopnuðu í sömu hreyfingunni.
“Hver skrambinn, hvernig verður Blóðrefur,” umlaði ég og tók spjótið úr sárinu.
Ég fékk mér Blóðvökva og slakaði á. Við gátum séð kirkjugarðinn héðan og það var ljóst að þar var eitthvað að gerast.

Jæja Fury ekki mikið að tölustöfum hér ;)