Byrjaði nýlega að spila Diablo aftur eftir langt hlé. Sem er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað leikurinn sem aldrei var til vandræða áður, hrynur nú í tíma og ótíma. Villann sem kemur upp er “Unhandled Exception: Access_Violation(c0000005)”

Fór að leita á netinu og eina sem ég fann, fyrir utan “uninstall, defrag, reinstall”, var eitthvað um að þetta gæti verið tengt spyware/adware eða grafík reklum.

Hefur einhver lent í þessu veseni og leyst það?

Er með Diablo/LOD 1.10 og windows 2000 sp4, 512Mb minni, DirectX 9b og gamalt Geforce 256 32Mb með Detenator 53.03.

Sem er nákvæmlega sama uppsettning og ég spilaði Diablo með fyrir svona ári, nema hvað ég er með nýrri rekla (sem er nú yfirleitt til bóta..).<br><br>Ziaf, er hin versti hálfviti