Harrogath

Eftir átján daga för sáu þeir loks borgarhlið Harrogaths. Þetta heði verið stórfengleg sjón fyrir einni öld, eins og hinn mikli vitki Onair lýsti í dagbók sinni , Onair hafði verið mikill landkönnuður og ævintýramaður áður en hann gekk í hina virtu reglu Horadrim sem höfuð spámannadeildarinnar.( Brot úr dagbókum Onair tímann sem hann var í Harrogath)
!4. Júlí 1234

Loks sjáum við mikilfenglegt borgarhlið Harrogaths, hliðið er smíðað úr fínustu eik, innflutt frá Kurast og styrkingar hliðsins eru úr gullblönduðu stáli. Vonandi fáum við dvalarleyfi.

20. Júlí 1234

Eftir að hafa skoðað borgina nákvæmlega hef ég komist að því að hér búa hnir margvíslegustu kynþættir t.d. eyðimerkurfólk frá Lut Gholein í suðri, Krossfarar frá Zakarim úr austri, Amasónur frá skógunum vestri og svona mætti telja niður hvern einasta kynþátt sem til er í allri veröldinni. Húsin er vandlega byggð. Annaðhvort láta öldungar villimannanna drepa alla fátæklinga eða þeim tekst að fela þá mjög vel því að alveg sama hvað ég geng oft um alla borgina þá virðast allir búa í húsum sem þykja mjög ríkmannleg í öðrum kimum verlaldarinnar.

26. Júlí 1234

Eftir að hafa vingast við einn mann hérna Nihlathak að nafni hef ég lært ýmislegt um trúarbrögð villimannanna( sem ég mun gefa upp í næstu bók minni). Það er eitt sem veldur mér miklum truflunum hérna og það er sonur Nihlathaks, Nihlathak yngri, ég finn einhvern veginn á mér að hann muni gera skelfilegan hlut í framtíðinni, eitthvað sem mun hafa áhrif á alla veröldina.

Þegar Amon og Sinar nálguðust hlið Harrogaths þá heyrðu þeir kallað innan veggjanna: “hverjir fara þar”
Sinar kallaði: “ ég er Sinar On, Sonur Hálfs On og förunautur minn er Amon Se sendiboði drúíðanna. Allt í einu heyrðist hávært ískur og hliðið byrjaði að síga hægt og rólega niður. Þegar þeir voru komnir inn þá nálgaðist kona ein Amon og hann spyr: “ hver eruð þér, kona?”
Hún svarar: “nafn mitt er Ína og ég er ein af hofmeyjum öldunga vorra, ég var send hingað þegar fréttist af komu þinni, þú verður að koma í hofið strax, það er áríðandi” Amon elti hana að hofinu en þar stoppaði hún og sagði “ Ég fer ekki lengra en þetta en þú verður halda áfram”
Amon gekk inn í hofið, það var alveg eins og hofið í Irkum bara eldra og öldungurinn sem sat fyrir miðju við borðið sat í hærri stól og borðið náði hærra upp þar og hringirnir sem voru á púðanum í miðju herberginu voru úr gulli.
Öldungurinn í hæsta sætinu hóf raust sína og sagði: “ Hví ertu bara einn, hvar er hinn drúíðinn sem átti að vera sendur með þér?”
Amon svaraði: “Við lendum í orustu á leiðinni hingað og hún lifði hana ekki af”
“Við samhryggjumst allir, en ertu með báða hringina?” sagði sami öldungur
Amon svaraði: ” Já”
“Jæja eftir hverju ertu að bíða legðu þá á púðann með hinum” sögðu allir öldungarnir í kór.
Amon lagði hringina á púðann. Öldungurinn sem sat í stóra stólnum byrjaði aftur að tala og sagði: “ Það er víst kominn tími til að segja þér af hverju við kölluðum eftir hjálp frá ykkur drúíðunum eftir öll þessi ár sem við höfum lifað aðskilin. Borgir okkar hafa verið að falla ein af annarri undan árásum djöfla og eina leiðin til að veldi okkar falli ekki alveg er að nota fornan hlýfðar galdur utan um Harrogath, til þess þyrftum við krafta allra fjögurra hringanna og sameiningu villimannanna og drúíðanna eins og áður þegar við vorum bara einn kynþáttur, við getum ekki neitt .ig til ð hjálpa okkur en þú hefur það sem eftir er af þessum degi til að ákveða þig, en á morgun verðum við að reyna að fremja galdurinn hvort sem þú hjálpar okkur eða ekki.”
Amon gekk í þungum þönkum út úr hofinu og tók ekki eftir Sinar fyrr en hann var næstum búinn að ganga á hann.Sinar vísaði honum á fínasta gistihús borgarinnar, Gylltu Ölkrúsina, en hana rak læknirin og seiðkerlingin Mallah. Amon afréð að fara þangað.
Loftið inn á Gylltu Ölkrúsinni var þungt, enda fáir gluggahlerar opnir. Öll byggingin virtist lýst upp með kyndlum úr viði sem einginn reykur steig upp af. Amon spurði mann nokkurn hvar Mallah væri og hann sagði honum að hún væri örugglega inn á barstofunni. Inn á barstofunni virtist vera allt fullt. Við afgreiðsluborðið var gömul kona sem kvaðst vera Mallah og hæun sagði:” Já, þú ert drúíðinn sem öldungarnir sendu eftir”
“Hvernig vissirðu það?” svaraði Amon.
“Mér er margt sagt, þú getur fengið herbergi númer sex.” Sagði Mallah.
Amon hafði ekki hugmynd um hvernig hún hafði vitað að hann ætlaði að fá herbergi hérna en hann var bara alltof þreyttur til að spyrja han út í það. En þegar hann ætlaði að fara að sofa þá bara gat hann það engan veginn svo hann ákvað að fara niður á barstofuna.
Þegar hann kom aftur á barstofuna þá pantaði hann sér kvart pott af fínasta öli og gaf sig á tal við tvær amasónur og einn paladín. Amasónurna, sem voru eineggja tvíburar, sögðust heita Sól og Nótt en paladínninn, bróðir þeirra, hét Dagur. Þau voru hérna í leit að frægð og frama, en framar öllu gulli og öðrum fjársjóðum. Þau buðu Amon að slást í för með sér, hann þaði það, þau sögðu hinum að hitta sig hérna, á barstofunni, eftir tvo daga.
Næsta dag fór Amon til hofsins til að segja öldingunum að hann hafi ákveðið að hjálpa þeim. Þeir glöddust mjög yfir þessum fréttum og báðu hann að fylgja sér út á markaðstorg Harrogaths, sem var núna autt. Þegar þangað var komið þá röðuðu öldungarnir sér í hring en skildu eftir eyðu í honum sem Amon fyllti síðan upp í. Einn öldunganna byrjaði að raula eitthvað, örstuttu síðar voru allir öldungarnir og Amon Se byrjaðir að fara með einn öflugasta galdur sem menn höfðu framið, hann var það öflugur að framkvæmdin stóð frá fimm um morguninn til Miðnættis. Eftir galdurinn var Amon Se svo uppgefinn að hann dreyf sig strax aftur á Gylltu Ölkrúsina, þegar hann kom inn á Gylltu Ölkrúsina þá sá hann mann sytja við arineldinn, inn á barstofunni. Hann gekk nær og sá að maðurinn var í brúnum hettukufli, með hettuna á, þannig að aðeins sást í fremsta partinn á höndunum á honum og hvernig sem Amon gerði það þá þekkti hann samstundis ökumanninn æi vagninum sem hefði átt að fara með hann og Okiru hingað til Harrogaths. Maðurinn reis upp og spurði:” vestu hver ég er Amon Se?”
Amon hristi hausinn.
Maðurinn henti af sér kuflinum og þá sá Amon að þetta var einginn maður, þetta var engill.
“Ég er engillinn Hadriel og ég kem hér í umboði erkiengilsins Tyrael” sagði engillinn
“hvað viltu mér?” spurði Amon
“Með því að hjálpa villimönnunum hefur þú ákveðið að vera á bandi hins góða og berjast á móti mætti bræðranna þriggja” saði Hadriel.
“Um hvað ert þú að tala? Hverjir eru þessir bræður?” spurði Amon
“Þetta eru hinir þrír bræður illskunar, Mephisto, meistari haturs, Bhaal, meistari eyðileggingar og Diablo, meistari skelfingar. Ég mun gefa þér þrjá hluti en þú verður að velja þá sjálfur. Vertu sæll.” Sagði Hadriel og hvarf.
“hvert fórstu? Hvernig vel ég þessa hluti sem þú ætlar að gefa mér” kallaði Amon eftir að Hadriel hafði horfið og hann heyrði rödd inn í höfðinu á sér segja: “þú munt vita það þegar þar að kemur”.
Þegar Amon kom upp í herbergið sitt þá sá hann borð með mörgum hlutum á t.d. sverðum, stálbrynjum og skrautmunum, núna skildi Amon hvernig hann átti að velja hlutina hann átti að taka þrjá hluti af borðinu og það væru hlutirnir sem hann myndi velja. Hann valdi sér nýtt krystals sverð, langan stríðboga og keðju brynju. Eftir að hann hafði tekið þessa hluti þá hvarf borðið, Amon brá svo þegar það hvarf að hann hörfaði og missteg sig, þannig að hann datt og rotaðist.
<Blank>