Ég er var að lesa hérna grein um Lotr map í wc3, það svona fékk mig til að deila með ykkur annari góðri tegund af möppum sem ég svo heppilega rambaði á.
Roleplay maps eða RP maps eins og þeir kalla þau oftast eru ein uppáhalds möppin mín þessa stundina í WC3.
Þau ganga út á það að um það bil 8 spilarar (fer eftir hvaða map það er) semja sögu, eða búa til svona heim eiginlega, þú ert með einn “Spawner” sem að getur ungað út úr sér hvaða uniti sem þú vilt (þar á meðal margra custom unita), og einnig geturðu ráðið levelinu á öllum heroum sem þú ert með og getur bætt abilities á þá (flamestrike, bash, storm bolt o.s.frv.) og lífi og mana.
En, noobarnir komast ekki upp með að hafa level 100 heroa, þannig er það nefnilega að rauður, eða hostinn ræður hvað max level er, og getur time'að út noobana (fara í cinamatic mode og koma ekki til baka aftur :) ).
Þessu mappi mæli ég eindregið með fyrir alla góða roleplay spilara, enda er fátt skemmtilegra í warcraft en leikur með góðum roleplayerum.
Mig langaði bara til að benda á þetta vegna þess að ég hef ekki séð neinn einasta íslending spila þessi möpp allan þann tíma sem ég hef verið að spila þau.
Allavegna, ég hvet ykkur öll til að líta á þessi möp og þá getiði dæmt þau sjálf.<br><br><b>Smá Pæling:</b> Ef þú ferð til fortíðarinnar og skýtur afa þinn, hvað myndi þá gerast?