Ég var á leiðinni til Munkaklaustrins (Monastery) í vagninum þegar vagninn stöðvast
‘’Hvað er í gangi?’’ spyr ég en fæ ekkert svar, eftir smá stund er vagninn opnaður og skytta ein segir ‘’komdu úr vagninum’’. Ég stíg úr vagninum. Ég er í einhvers konar búðum. Ég geng inn í búðirnar á eftir skyttunni og sé merki sem ég kannast við og muldra ‘’systralag sjónlausa augans’’, skyttan stoppar og segir mér að fara til Aköru, leiðtoga búðana og bendir mér á konu sem situr í tjadinu sínu og er að malla einhvað. Ég geng til hennar og segi ‘’hvað er á seyði? Af hverju er vagninum ekki leyft að halda áfram?’’. ‘’Djöflar hafa tekið yfir Munkaklaustrinu og þetta er eini öruggi staðurinn i Westmarch’’ svarar Akara. ‘’En fyrst, ég hef verkefni fyrir þig, rétt fyrir utan búðirnar er hellir sem var notaður til að geyma vopn, mat og byrgðir, en núna hafa djöflarnir tekið yfir hellinum og ég óttast að þeir séu að safna liði til að gera áras á okkur. Þú verður að eyða öllum djöflum í hellinum, ég bið þig’’ ég kinka kolli játandi og legg af stað án þess að kynna mér neitt í búðunum eða tala við neinn. Ég legg af stað að hellinum, Akara sagði að ég gæti komist að honum ef ég myndi bara fylgja stígnum. Ég fylgdi stígnum í u.þ.b. 1 mín og þar mæti ég uppvakningi, ‘’hehe létt’’ segi ég og geng að uppvakningnum og slæ í hann, hann stendur í smá stund en dettur svo í tvennt. Fyrir utan það gerist ekkert merkilegt, nokkrir fallenar og smá broddrottur (quill rat). Ég kem að hellinum, ég sé villimann virðist vera á sömu leið og ég, eflaust líka að fara í hellinn. Hann sér mig við hellinn og hleypur að mér og segir ‘’ hey, leyfðu stóru strákunum að fara fyrst, hohohoho’’ hann hleypur niður stigann og ég fylgi, alt í einu fær villimaðurinn ör í hálsinn, hann reynir að anda en hóstar bara og stynur. Ég set skjöldinn í varnarstöðu og hleyp í átt að beinargrindar skyttu, ég hegg hana í hálsinn og hún dettur niður, fimm örvar eru í skildinum mínum.Ég kyssi skjöldinn og held áfram, það er dimmt og ég rekst á vegg, mjukan vegg ég prófa að pota smá í hann. Allt í einu heyrist þvílíkt öskur og ég hoppa í burtu, þetta er jeti. Hann reynir að kýla mig en ég hoppa frá og hegg í hálsinn á honum, hann verður bara reiður, missti ekki einu sinni hausinn ‘’djöfulsins, þetta verður ekki auðvelt’’ segi ég. 10 mín. Af hoppi og höggum sem láta hann bara fá högg sem jafnvel plástur getur lagað. Að lokum náði hann að lemja í mig og ég þaut á vegg, ég var soldið vankaður en þegar ég jafnaði mig var jeti upp við mig að þefa af mér, ég greip tækifærið og rakti sverpinu inn í háruga fésið á honum og hann dó samstundis.
Ég hélt áfram og sá nokkra skittna fallena vera búnna að fanga jeta og drepa hann. Það virstist sem þeir voru að fórna honum, eftir smá ‘’rakanishu’’ og ‘’agga’’ kom stór fallen með fána og smá rýting í hinni hendinni. Ég hélt að þetta væri ekkert, nokkrir fallenar og ég var með 4 healing potion sem ég fékk þegar ég útskrifaðist úr Zakarum, riddaraskólanum. Ég læddist svoldið þangað til ég var kominn svoldið nálægt sá stóri falleninn mig, ég hugsaði að það væri ekkert, tvö högg mest oh hann væri dauður. En allt í euni skaut hann þvílíkum eldhnetti að mér, ég hoppaði bakvið klett með skrítnum rúnum á og var þar í skjóli. Eftir að ég hafði safnað hugrekki æddi ég í höfðingjann (ég hugsaði með mér að þetta væri höfðinginn því hann var með fána og dót) og hélt skildinum fram. En eftir einn eldhnött brotnaði skjöldurinn minn, ég gat ekki hlaupið í felur svo ég æddi að honum og reyndi að láta eldhnettina ekki hitta mig. Ég var alveg að komast að honum þegar einn eldhnöttur hitti mig í höndind og það sveið eins og einhver væri að steikja höndina á mér með pönnu. Ég reyndi að herða þetta af mér og stakk fallen höfðingjan í magann, hann stakk rýtingnum í síðuna á mér, það fyllti mælinn ég brjálaðist (sem paladinar eiga ekki að gera) og hjó hausinn af honum. Fallenarnir horfðu á höfðingjan sinn detta og fóru að agga og rakanishu-a og óðu af mér, ég lamdi þá með skjaldarbrotunum og sverðinu til skiptis og drap þá alla í brjálæðinu. Síðan róaði ég mig og fannst mér ég hafa styrkst, ég hélt áfram og kom að uppvakninga hópi og einum grænum. Ég undraðist á þessum græna en ákvað að drepa þá fljótt og öruggt. Ég stakk einn í hrygginn en hann snéri sér bara við og klóraði mig beint í sárið eftir eldhnöttinn ég hjó aftur og núna í hausinn, efri hauskúpan datt og hann líka. Hinir uppvakningarnir snéru sér við og fóru að ganga að mér. Ég hjó í fótinn á einum og hann datt en var bara að maula ‘’brains, brains’’. Ég trampaði á hausnum á honum og batt enda á ömurlega ‘’líf’’ hans. Eftir voru einn grænn og einn venjulegur. Þessi venjulegi var léttur hjó í hálsinn á honum, hausinn vaggaði og síðan datt hann af. Allt í einu kom þessi græni sem hafði laumað sér fyrir aftan mig og hann klóraði í síðuna á mér, sem betur fer ekki þessa sem fallen höfðinginn stakk í, ég sneri mér snöggt við og hjó af honum hausinn. Ég byrjaði að ganga í burtu þegar ég heyrði skrölt fyrir aftan mig svo ég snéri mér við og hann var þarna í rólegheitunum að reyna að láta hausinn passa aftur á sig, ég hljóp að honum og sparkaði hausnum burt og hausinn skoppaði á veggjunum þangað til hann brotnaði en líkaminn hélt áfram að labba svo ég hjó af hendurnar, fæturnar, hryggjaliðarna og allt sem gat losnað. Við það dó hann og ljós braust inn í hellinn. Ég opnaði bæjarhlið og fór í bæinn og sagði Aköru frá afrekum mínum. Hún fagnaði og læknaði sárin á mér, svo sagði hún að Ashya, stjórnandi skyttana hafði einhvað að segja mér. Ég kinkaði kolli, kaupti nokkur bæjarhlið og fór að sofa.
———————————————- ——————————————————- –
Afsakið hvað þetta var lengi að byrja en vona að ykkur líki það.
Kv. LittliDabbi