það er ástæða fyrir þessu öllu:
1. Danir eru fleiri en við og því ekki við öðru að búast en að þeir séu að “rúlla okkur upp” (persónulega líður mér ekki eins illa yfir því og höfundi)
2. Færeyingar hafa ekkert annað að gera en að bíða eftir Ólafsvöku og spila Diablo - auk þess eru þeir undir Danmörku svo að það er óþarfi að tvítaka það að þeir séu að “rúlla yfir okkur”
3. Við erum fáir sem spilum D2, svo erum við mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna svo við getum spilað á báðum þessum serverum. USEAST er með svo miklu miklu betri tengingu og ég verð ekki var við lagg af evrópsku gerðinni. Ótrulegt hvað ég finn mikinn mun á nethraðanum. Þess vegna erum við svona tvístraðir að spila ekki allir á sama servernum.
4. Virðing á B.net hefur gersamlega farið fram hjá mér og ég hef ekki heyrt einu orði minnst á Dani eða Førøynga.
Í heildina litið hef ég ekki hugmynd um hvað þú ert að tala svo að það er best að ég segi ekki neitt :D
ekki taka mark á þessu sem stóð á undan, ég nenni ekki að stroka þetta út
kv,
jericho